Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Jacket 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. apríl 2005

Terror has a new name.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Myndin fjallar um særðan fyrrum hermann úr Persaflóastríðinu sem snýr aftur heim til Vermount, þjakaður af minnisleysi. Hann er á puttanum og er tekinn upp í af ókunnugum manni, en hlutirnir fara úr lagi þegar lögregla stöðvar þá á bílnum, og er svo myrt af þeim ókunnuga. Hermaðurinn er ranglega sakaður um morðið og lendir á geðsjúkrahúsi. Klikkaður... Lesa meira

Myndin fjallar um særðan fyrrum hermann úr Persaflóastríðinu sem snýr aftur heim til Vermount, þjakaður af minnisleysi. Hann er á puttanum og er tekinn upp í af ókunnugum manni, en hlutirnir fara úr lagi þegar lögregla stöðvar þá á bílnum, og er svo myrt af þeim ókunnuga. Hermaðurinn er ranglega sakaður um morðið og lendir á geðsjúkrahúsi. Klikkaður læknir lætur hann í tilraunameðferð og lætur hann klæðast einhverskonar spennitreyju, og læsir hann inni í skúffu þar sem lík eru geymd. Í meðferðinni fær hann endurlit til fortíðar og sýnir um framtíðina, þar sem hann sér að hann muni deyja innan fjögurra daga. En hann veit hinsvegar ekki hvernig hann muni deyja. Og nú hefst kapphlaup við tímann. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Sá the jacket um daginn og hún var öðruvísi en ég bjóst við en kom mér líka á óvart.Þessi kvikmynd er mjög ruglingsleg og furðuleg og ekkert útskýrt.Þetta er ekki sálfræði/spennu thriller eins og hún var auglýst.Þetta er frekar mjög skrýtið drama.The jacket fékk mjög lélegar viðtökur og floppaði algjörlega í Bandaríkjunum sem og annarstaðar í heiminum.Þetta er ein af þessum myndum sem bara er ekki hægt að skilja og segja frá.Jack(Adrian Brody)var skotinn í höfuðið í Íraksstríðinu árið 1991 og árið eftir hjálpar hann tveimur mæðgum þegar bílinn þeirra bilar.Hann húkkar sér svo far og er kennt um morð á lögreglumanni og er senndur á geðsjúkrahús en þar gerir læknir einn(Kris Krisstoferson)tilraun á Jack og setur hann í spennutreyju og læsir hann inní líkgeymslu.Jack getur nú ferðast í gegnum tíma og getur kannski breytt fortíðinni.Hugmyndin og sagan er fáranleg og handritið er ekki gott og bara ekkert útskýrt og maður skilur ekki neitt.Þetta er heldur alls ekki thriller og er bara ekkert spennandi né scary og hefur ekkert skemmtana gildi en það gerir mynd ekki lélega.Hinsvegar er leikurinn góður og Brody er mjög góður að vanda.Keira Knightly og Daniel Craig(nýji Bond)komu mér líka á óvart.Jennifer Jason Leigh er er líka mjög fín sem einn læknirinn.Ástar atriðið með Brody og Knightly er svo tilgangslaust eins og aðrir hafa sagtæHeld að mjög fáir eigi eftir að skilja jacket og/eða hafa gaman af henni og það má sleppa þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Flottur jakki
The Jacket er ágætlega traustur spennutryllir (þó að ég er viss um að orðið ''spennu-'' sé kannski að sækja fulllangt), en ef þú ert manneskja sem hugsar of djúpt út í smáatriðin í söguþræðinum þá fuðrar skemmtanagildið burt gífurlega fljótt.

Myndin minnir skuggalega mikið á The Butterfly Effect en hefur samt sinn eigin sérstaka stíl og er vel borin uppi af góðum leik. Hún er annars gölluð í handritinu og skilur vissulega eftir sig holur, en sé maður tilbúinn til þess að líta framhjá slíku má sjá það að þetta er hin fínasta afþreying. Adrien Brody klikkar ekki hér frekar en áður. Kris Kristofferson og Jennifer Jason Leigh eru sömuleiðis sannfærandi í mikilvægum aukahlutverkum. Keira Knightley kemur heldur alls ekki illa út.

The Jacket inniheldur mörg súr element og ýmsar athyglisverðar ráðgátur, en hún er umfram allt sálfræðilegur þriller sem leikur sér aðeins með vísindin. Leikstjórinn John Maybury byggir myndina vel upp og maður missir sjaldan áhugann á atburðarásinni. Einnig verð ég að gefa honum hrós fyrir þennan skemmtilega stíl af ''innilokunarkennd'' sem hann býr til í vissum atriðum. Eina sem mér fannst virka eins og of mikið ''uppfyllingarefni'' er rómantíski þráðurinn á milli Brody og Knightley. Samband þeirra kemur heldur betur upp úr þurru og miðað við aðstæður myndarinnar átti ég afskaplega erfitt með að telja það trúverðugt, og þetta leiðir allt saman til einhverjar tilgangslausustu ástarsenu sem ég hef séð í bíómynd (ekki það að ég sé að kvarta undan hálf naktri Knightley).

En þrátt fyrir að innihalda ýmsa þætti sem tengjast tímaflakki, geðheilsu eða ranghugmyndum, þá er myndin óvenju grunn og reynir ekkert að stúdera mannlega þáttinn eða vísindi almennt. The Jacket er bara straightforward (en örlítið óhefðbundinn) þriller sem kemur að mörgu leyti á óvart og sannfærir mann í lokin um að hún virkilega stefnir eitthvert, heldur en bara að spila með áhorfandann, eins og maður er því miður orðinn alltof vanur núorðið.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fínn spennutryllir sem byrjar árið 1992 og segir frá manni að nafni Jack(Adrien Brody)sem er ranglega ásakaður um morð og er lokaður inni á geðsjúkrahúsi. Hann er álitinn geðveikur og hluti af meðferðinni er fólgið í að hann er af og til settur í einangrun á óvenjulegan hátt(ekki ósvipað líkgeymslum á líkhúsum)og einhvernveginn ferðast hann í einangruninni til ársins 2007 til að komast að því hvernig hann dó. Jájá, Ég var að áhorfi loknu bara þokkalega sáttur við The Jacket. Afar fersk og sjaldan dauður punktur, Adrien Brody(finnst ykkur hann ekki minna svo eitthvað á Hugh Jackman?)er bara nokkuð skemmtilegur og Kris Kristofferson og Jennifer Jason Leigh skila sínu mjög vel í hlutverkum geðlækna. Það sem ég hef helst út á þessa mynd að setja er að það er ekkert reynt að útskýra hvernig þetta tímaflakk átti sér stað þ.e.a.s. hvernig þessi einangrun varð að tímavél. Allavega fór það alveg framhjá mér. En í heild er The Jacket skemmtileg mynd og ættu þeir endilega að sjá hana í bíó sem hafa gaman af dularfullum og spennandi myndum. Þrjár stjörnur skal það vera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn