Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Wicker Man 1973

(The Wickerman)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Flesh to touch...Flesh to burn! Don't keep the Wicker Man waiting!

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 87
/100

Neil Howie liðþjálfi, kemur til skoskrar eyjar í leit að týndri unglingsstúlku, Rowan Morrison. Staðurinn er í eigu Summerisle lávarðs og er frægur vegna eplauppskeru og annarra ávaxta sem ræktaðir eru þarna. Howie áttar sig á því að innfæddir eru heiðnir, og fylgja gömlum helgisiðum og venjum, og Rowan er mögulega á lífi og hugsanlega er verið að búa... Lesa meira

Neil Howie liðþjálfi, kemur til skoskrar eyjar í leit að týndri unglingsstúlku, Rowan Morrison. Staðurinn er í eigu Summerisle lávarðs og er frægur vegna eplauppskeru og annarra ávaxta sem ræktaðir eru þarna. Howie áttar sig á því að innfæddir eru heiðnir, og fylgja gömlum helgisiðum og venjum, og Rowan er mögulega á lífi og hugsanlega er verið að búa hana undir því að vera fórnað. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Eins og allir vita þá er endurgerðar brjálæði í Hollywood og það er MJÖG sjaldan þegar einhver hryllinsgmynd kemur út að hún er ekki endurgerð. Nýjasta Endurgerðin er cult klassíkin the Wicker man. Þeir eru aðeins að hætta með endurgerðir af Japönskum hrollum (Ring + framhald, Dark water, Grudge + væntanlegt framhald og svo hin glæ nýja Pulse endurgerð) og farnir að endurgera klassískar myndir(Omen, Wicker man og svo Psycho sem var endugerð 1990. Með væntanlegum og útgefnum hryllings endurgerðir þá eru þetta til samans um svona 50 myndir(endurgerðir)!!!!! 50!!!!!!

En um Wicker man sjálfa. Lögreglu maðurinn Howdy(Edward Woodward) er sentur á eyjuna Summerisle til að rannsaka hvarf á unglingstelpunni Rowan. Bæjarbúar eru hverjir öðrum skrítni og dularfyllri og enginn vill kannast við Rowan.

Howie kemst af því að samfélag Summerisle er allt öðru vísi en önnnur samfélög, heiðingja samfélag. Fórnir eru stundaðar ásamt ýmsum öðrum trúarlegum athöfnum. Skólakerfið er líka allt öðru vísi. Þessi heiðingja skapur fer illa í Howie þar sem að hann er MJÖG trúaður maður. Hann grunar að íbúarnar vilji fórna Rowan í ár. Með þeim stórundarlegu íbúum sem hann kynnist eru Willow(Britt Ekland) fallegasta kona bæjarins og dóttir hóteleiganda og Lord Summerisle(Christopher Lee) sem er einhversskonar höfðingi eyjarinnar. Í sumar þá var fór ég í hina góðu NEXUS búð og keypti mér slatta af myndum á fínu verði. Wicker man var ein af þeim. Tveggja diska útgáfa með smá aukaefni ásamt orginal version og directors cut. Fyrst þegar að ég sá Wicker man(upprunalegu útgáfuna) þá varð ég fyrir rosalegum vonbrygðum fannst hún ekki góð og mjög svo ofmetin, á víst að vera ein af vanmetnustu og bestu hryllingsmyndum allra tíma. En nokkrum vikum seinna horfði ég á directors cut(leikstjóra útgáfuna) og fannst hún betri. Hún er lengri(hin útgáfan var eðeins 84 min) og með betri nýjum atriðum og byrjunin er mikið öðruvísi. Eins og ég sagði áðan víst að vera ein af vanmetnustu og bestu hryllingsmyndum allra tíma, Wicker man er ALLS,ALLS EKKI hryllingsmynd í mínum augum. Hún var eins un scary og hún gat orðið í góðum atriðum sem höfðu getað orðið mjög svo óhugnarleg. Ég kenni tónlistinn um, tónlistin var HRYLLINGUR, einhversskonar sveita, fólks, jóðla söngur og var spilaður út myndina og eyðilagði mörg atriði. Myndin er heldur ekkert, ekki neitt óhugnanleg, creep, ógeðsleg, scary né mjög spennandi, það er eins og sé heldur ekkert að reyna það(ég meina endilega ekki neikvætt). Hún er meira mjög skrítin mysterya. Leikstjórnin er fín, handritið er mjög gott og sagan sömuleiðis. Leikur Woodwards var góður en persónan hans var mjög svo óþolandi, geðvondur, neikvæður og ókurteis en maður átti að halda með honum, ég efast um að ég hafi gert það. Horror goðið Christopher Lee var góður í stuttu en mjög mikilvægu hlutverki. Hin Sænska Britt Ekland(sem síðar lék með Lee í 007 myndinni man with the golden gun0 er rosalega flott en leikur hennar mjög lélegur. Afhverju höfðu þeir hana? Hún gati gert Skoskan hreim rétt(þeir döbbuðu hana) og hún var ólétt þegar tökum stóð svo að það þurfti að nota body double í flestum atriðu. Sem sagt Ekland var mjög tilgangslaus í hlutverkinu.

Wicker man er skrítnasta mynd sem ég hef séð og alls engin hryllingsmynd. Svolítið ofmetin líka. En ef þig langar að sjá hana þá stoppa ég þig ekki, því að sagan er frábær. Og þetta er mjög, mjög svo óvenjuleg mynd. En horfðu á Direcors cut frekar, hún er betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.04.2022

Nicolas Cage er Nick Cage

Bandaríski leikarinn Nicolas Cage á fjölda aðdáenda hér á Íslandi eins og út um allan heim, enda er Cage afar skemmtilegur karakter sem tekur oftar en ekki að sér mjög áhugaverð hlutverk. Í dag kemur nýjasta kvikmynd...

01.03.2021

Erlingur með nýja sýn á rottufangarann

Kvikmyndagerðarmaðurinn Erlingur Óttar Thoroddsen mun skrifa handritið og leikstýra hrollvekjunni The Piper. Það er bransaveitan The Hollywood Reporter sem greindi fyrst frá þessu og segir þar að framleiðslufyrirtækið M...

22.02.2011

TÍAN: Bíóárið 2010!

Betra seint en of seint. Mér hefur alltaf fundist þægilegra að gera topplista yfir bestu myndir ársins sem var að líða í kringum febrúar-mars í staðinn fyrir áramótin eins og flestir gera. Það fylgir því bara að búa ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn