Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er ekki fjögurra stjörnu mynd, hún lítur mjög vel út, myndatakan er mögnuð og það eru virkilega flott bardagaatriði í henni en það vantar eitthvað uppá að hún sé alveg málið..
Tvær fínar en stórlega ofmetnar myndir komu upp í hugann minn þegar ég sá þessa mynd, það eru myndirnar Hero og Crouching Tiger Hidden Dragon.
Hero er gerð af þeim sömu og gerðu þessa og eins og Hero (og Crouching Tiger) finnst mér myndin líða fyrir bardagaatriði sem eru stýrð með vírum, þeas að hetjurnar fljúga um loftin meðan þær skylmast og þessháttar, bæði Crouching Tiger og Hero fóru offari í vírabardögum, það gerir þessi mynd að mér finnst líka.
En sumum finnast svona bungeebardagar málið, fyrir þá er þetta örugglega fjögurra stjörnu mynd.
Smá spoiler.
Ef þið eruð að leita að bardagamynd sem er bardagi út í gegn, sleppið þessari! Þrátt fyrir það eru bardagaatriðin í myndinni frábær. Sagan er góð, leikararnir flottir en rosalega endurtekur myndin sig! Hestaatriðin eru alltof löng og meirihluti þeirra skilar engum tilgangi. Kossaatriðin mátti líka stytta. En sagan er samt hugljúf. Dansatriðið er flott og myndin sver sig í ætt kínverskra bíómynda þegar mennirnir svífa í trjánum og þegar allir hnífarnir birtast. Bardagaatriðin eru vel stílfærð en það vantar svona handabardaga og svo einn stuttan lokabardaga milli Flying Daggers og hermanna keisarans.
Hugljúf bardagamynd sem hrífur mann.
Hero var meistaraverk, House of Flying Daggers er það ekki. Allavega að mínu mati. Myndin er flott, kvikmyndatakan, bardagarnir og hönnunin, allt rosalega flott en sagan og handritið er of langdregið svo það missir gersamlega alla einbeitinguna. Mér leið eins og ég væri að horfa á málverk aðeins ég var uninspired, væmnin yfirgnæfir alla myndina með endalausum talsenum þar sem fólkið endurtók sig sífellt með táknrænum orðum sem urðu ávallt leiðinlegri með tímanum. Persónurnar voru ekkert sérstakar heldur, og plottið var frekar leiðinlegt með því. Þrátt fyrir þessa galla í sögunni (mitt álit) þá er myndin verulega flott og á skilið mikið fyrir það þar sem myndin er alls ekki léleg. Mér fannst líka vanta meira af blóði og lekandi líffæri í myndinni, hljómar fáranlega en það svalt að sjá Asíu-búa skera líffæri úr fólki í bardögum. House of Flying Daggers er ástarsaga, sem ég er yfirleitt aldrei hrifinn af en er svo sem ásættanleg sem þannig mynd svo ég gef henni tvær og hálfa stjörnu alls.
Ljóðræn bardagaklassík
Líkt og báðar Crouching Tiger, Hidden Dragon og Hero þá er House of Flying Daggers engin venjuleg kínversk bardagamynd, heldur er hún listaverki líkust. Þetta er sjónræn veisla í orðsins fyllstu merkingu, og mjög hátt í að vera meistaraverk.
Sagan er ótrúlega skemmtileg. Hún er einföld, en kemur engu að síður á óvart. Myndin er leikstýrð af Zhang Yimou (sem gerði Hero, ásamt m.a. The Story of Qiu Ju), sem er mjög virtur í Kína. Maðurinn er svo sannarlega hróssins virði því hann er eins og listamaður á sínu sviði. Hann nýtir sér útlit og ákafa litanotkun til að túlka tilfinningar, og bardagaatriðin eru ekki framsett upp úr þurru til að drekkja öllu innihaldinu.
Bardagarnir eru eins og sér form listar í þessu tilviki. Það má jafnvel líkja þessu við dans, en þeir sem hafa séð eitthvað af þessum fyrrnefndu titlum hljóta að sjá hvað ég á við, og vita líklegast við hverju skal búast.
Af öllum þeim myndum sem ég taldi hér upp finnst mér House of Flying Daggers vera sú besta, og munurinn á því að vera betri en Hero er sama og hársbreidd. Crouching Tiger náði bara aldrei til mín á tilfinningalegu stigi þrátt fyrir að vera flott, en það er auðvitað aukatekið smekksatriði. Zhang Ziyi er annars einhver alfallegasta leikkona sem ég veit um í dag, og gerir hún alltaf enn betri hluti með hverri mynd sem hún leikur í. Í þessari mynd þótti mér hún sérstaklega heillandi, og allir aðrir leikarar stóðu sig jafnframt stórglæsilega. Svo á myndin skilið stóran plús fyrir frábæra tónlist svo maður tali heldur ekki um útlitið í heild sinni (búningar, sviðsmyndir, náttúruumhverfið). Ég get bara einfaldlega ekki lýst því með nógu sterkum lýsingarorðum. Sama gildir um bardagaatriðin.
Eina sem vantar upp á er aðeins dýpri persónusköpun. Og hefði leikstjórinn lagt á sig örlitla aukavinnu í það að þróa persónurnar aðeins betur hefði myndin vafalaust fengið hjá mér fullt hús stiga. House of Flying Daggers er slík mynd sem gerir það pottþétt þess virði að fara í bíó. Fyrir utan það að heilla mann í útliti sínu og stílfærða ofbeldi þá er hér að finna mjög góða sögu, ágætis húmor, heillandi rómantík og fyrsta flokks leikstjórn.
Brilliant mynd.
9/10
Líkt og báðar Crouching Tiger, Hidden Dragon og Hero þá er House of Flying Daggers engin venjuleg kínversk bardagamynd, heldur er hún listaverki líkust. Þetta er sjónræn veisla í orðsins fyllstu merkingu, og mjög hátt í að vera meistaraverk.
Sagan er ótrúlega skemmtileg. Hún er einföld, en kemur engu að síður á óvart. Myndin er leikstýrð af Zhang Yimou (sem gerði Hero, ásamt m.a. The Story of Qiu Ju), sem er mjög virtur í Kína. Maðurinn er svo sannarlega hróssins virði því hann er eins og listamaður á sínu sviði. Hann nýtir sér útlit og ákafa litanotkun til að túlka tilfinningar, og bardagaatriðin eru ekki framsett upp úr þurru til að drekkja öllu innihaldinu.
Bardagarnir eru eins og sér form listar í þessu tilviki. Það má jafnvel líkja þessu við dans, en þeir sem hafa séð eitthvað af þessum fyrrnefndu titlum hljóta að sjá hvað ég á við, og vita líklegast við hverju skal búast.
Af öllum þeim myndum sem ég taldi hér upp finnst mér House of Flying Daggers vera sú besta, og munurinn á því að vera betri en Hero er sama og hársbreidd. Crouching Tiger náði bara aldrei til mín á tilfinningalegu stigi þrátt fyrir að vera flott, en það er auðvitað aukatekið smekksatriði. Zhang Ziyi er annars einhver alfallegasta leikkona sem ég veit um í dag, og gerir hún alltaf enn betri hluti með hverri mynd sem hún leikur í. Í þessari mynd þótti mér hún sérstaklega heillandi, og allir aðrir leikarar stóðu sig jafnframt stórglæsilega. Svo á myndin skilið stóran plús fyrir frábæra tónlist svo maður tali heldur ekki um útlitið í heild sinni (búningar, sviðsmyndir, náttúruumhverfið). Ég get bara einfaldlega ekki lýst því með nógu sterkum lýsingarorðum. Sama gildir um bardagaatriðin.
Eina sem vantar upp á er aðeins dýpri persónusköpun. Og hefði leikstjórinn lagt á sig örlitla aukavinnu í það að þróa persónurnar aðeins betur hefði myndin vafalaust fengið hjá mér fullt hús stiga. House of Flying Daggers er slík mynd sem gerir það pottþétt þess virði að fara í bíó. Fyrir utan það að heilla mann í útliti sínu og stílfærða ofbeldi þá er hér að finna mjög góða sögu, ágætis húmor, heillandi rómantík og fyrsta flokks leikstjórn.
Brilliant mynd.
9/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Yimou Zhang, Feng Li, Bin Wang
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
8. apríl 2005
VHS:
27. júní 2005