Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Steal This Movie 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi
107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Fimm árum eftir að stofnandi Yippie ( The Youth International Party ) Abbie Hoffman lætur sig hverfa niður í undirheimana til að forðast fangelsisdóm vegna fíkniefna, þá hefur hann samband við fréttamann til að segja honum af leynilegum njósnum alríkislögreglunnar, FBI, áreitni og hvatningu hennar til ofbeldis sem þeir kenndu vinstra fólki um. Fréttamaðurinn... Lesa meira

Fimm árum eftir að stofnandi Yippie ( The Youth International Party ) Abbie Hoffman lætur sig hverfa niður í undirheimana til að forðast fangelsisdóm vegna fíkniefna, þá hefur hann samband við fréttamann til að segja honum af leynilegum njósnum alríkislögreglunnar, FBI, áreitni og hvatningu hennar til ofbeldis sem þeir kenndu vinstra fólki um. Fréttamaðurinn er efins en tekur viðtal við Anita, eiginkonu Hoffman, einstæða móður sem er á bótum í New York borg; lögmann Hoffman, Gerry Lefcourt; og fleiri. Á meðan samtölin við fólkið eru spiluð, þá sjáum við feril Hoffman í endurliti aftur í tímann í leiftursýn, allt frá mannréttindastarfi snemma á ferlinum til réttarhaldsins í Chicago. Á meðan hann er neðanjarðar, þá fer geðsjúkdómur að gera honum lífið leitt, hann hittir Johanna Lawrenson, og skrýtin fjölskylda myndast: Abbie, Anita, sonur þeirra, og Johanna. Mun sýkna verða að veruleika einhverntímann?... minna

Aðalleikarar


Ég sá þessa mynd í sjónvarpinu fyrir ekki svo löngu síðan og kom hún mér skemmtilega á óvart. Hér segir frá Abbie Hoffman sem lifir lífinu á yngri árum er hippi. Hann og hans félagar eru allir kommúnistar og eru virkir mótmælendur yfir því sem þeir eru ekki sáttir með. Hann kynnist konu sem slæst í för með þeim og fara þau öll í að mótmæla Vietnam stríðinu þar sem stríðið gerist á þessum tíma. Þau taka þátt í mótmælum víða um Bandaríkin og verður Abbie Hoffman einn sá virtasti mótmælandinn og sér hann um að stappa stálin í mörg þúsund mótmælendur. Aðal kaflar myndarinnar eru mótmælin um stríðið og líf Abbie Hoffmans eftir þau. Ég ætla ekki að segja meira frá myndinni en ég er hræddur um að kjafta af mér ef einhver skildi vilja sjá hana. Í myndinni kemur ýmislegt fram sem vert er til umhugsunar um stríðið sjálft og ýmislegt í kringum það. Fjörið, hippatónlistin og húmorinn vantar ekki og verður myndin aldrei leiðinleg. Einnig var góð persónusköpun og verður myndin aldrei of væmin. Þess má geta að myndin var skrifuð af Abbie Hoffman sjálfum og hefur hann áður gefið út bók um þennan atburð sem heitir nafninu Steal this book.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn