Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ágætis mynd með Bernie Mac í aðalhlutverki.
Fjallar um mann að nafni Stan Ross (Bernie Mac) og er hann hafnaboltahetja. Þegar Stan telur sig hafa slegið sitt 3000 högg, ákveður hann að hætta að spila hafnabolta á miðju leiktímabili, þar sem að hann hefur unnið sér rétt til þess að vera tekinn inn í frægðarhöll hafnarboltans. 9 árum seinna þegar það á að taka hann opinberlega inn í frægðarhöllina, kemur í ljós að það hafði verið talið vitlaust og hann hafði aðeins slegið 2997 högg. og því vantaði honum 3 högg upp á að ná 3000 högga markinu.
Hann ákveður því að koma sér í form og byrja aftur að spila hafnabolta, til þess að geta slegið þessi 3 högg sem uppá vantar.
En það er hægara sagt en gert fyrir nærri 50 ára gamlan mann sem hefur ekki spilað í 9 ár.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Richard E. Grant, Keith Mitchell
Kostaði
$30.000.000
Tekjur
$21.800.302
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
VHS:
31. mars 2005