Paparazzi
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ofbeldi
Í myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir
Í myndinni er ljótt orðbragð
SpennumyndDramaSpennutryllir

Paparazzi 2004

Frumsýnd: 10. desember 2004

One good shot deserves another

5.8 14,144 atkv.Rotten tomatoes einkunn 17% Critics 6/10
84 MÍN

Bo Laramie er kvikmyndastjarna sem er loksins búinn að slá í gegn. En velgengnin kostar sitt, og hann er hundeltur af fjórum paparazzi ljósmyndurum, sem elta fræga fólkið til að ná af því myndum. Þeir gera allt sem þeir geta til að ná ljósmyndum af fólkinu sem þeir elta, til að geta selt myndirnar fyrir sem hæst verð, og notfæra sér Bo eins mikið og þeir... Lesa meira

Bo Laramie er kvikmyndastjarna sem er loksins búinn að slá í gegn. En velgengnin kostar sitt, og hann er hundeltur af fjórum paparazzi ljósmyndurum, sem elta fræga fólkið til að ná af því myndum. Þeir gera allt sem þeir geta til að ná ljósmyndum af fólkinu sem þeir elta, til að geta selt myndirnar fyrir sem hæst verð, og notfæra sér Bo eins mikið og þeir geta. Bo er búinn að fá nóg og ákveður að hefna sín með útsmognum hætti á þessum fjórum ljósmyndurum, sem hafa að gamni sínu gert líf hans að helvíti á jörðu, og leggur megináherslu á stjórnanda paparazzi teymisins, Rex Harper.... minna

Aðalleikarar

Cole Hauser

Bo Laramie

Robin Tunney

Abby Laramie

Dennis Farina

Detective Burton

Daniel Baldwin

Wendell Stokes

Tom Sizemore

Rex Harper

Tom Hollander

Leonard Clark

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (4)

Ótrúverðug og kjánaleg.
Þessi mynd var nú ekki alveg að gera sig fyrir mig.
Myndin er mjög svo óraunsæ og kjánaleg og sýnir Paparazzi ljósmyndara sem algjörar skepnur og nánast verri en nauðgara og perrverta.
Ekki ætla ég að verja Paparazzi gaura en hvernig myndin sýnir þá er bara kjánalegt.
MÍ stuttu máli fjallar myndin um Bo Laramie sem er kvikmyndastjarna á uppleið og þegar hópur af paparazzi ljósmyndurum verða frekar ágengir við að taka myndir af honum og fjölskyldu hans og ógna þannig lífi þeirra, ákveður hann að taka málin í sínar hendur.
Mjög svo ótrúverðug mynd og kjánaleg
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er ein af mörgum góðum hasarmyndum, og gefur svo sannarlega goðan feeling í endanum, en ég ætela nú ekki að gefa út neina spoilera, í staðin ætla ég að seiga: ekki fara með krökkum yngri en 12 ára á þessa mynd, og ekki sita mjög framarlega ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Persónulega þegar ég sá trailerinn af Paparazzi þótti mér hann lélegur og byggi ekki yfir góðri mynd. En mér skjátlaðist alveg hryllilega, ég var dreginn af vinum mínum á þessa mynd. Þessi mynd er allveg tær snilld, hún heldur manni við efni frá upphafi til enda. Mjög skemmtilegur söguþráður í þessari mynd og bara sæmilega leikinn. Hún sýnir það hvað það er erfitt að vera frægur og hreint bara leiðinlegt. Ég mæli með þessari mynd án efa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að játa að ég hafði ákveðnar hugmyndir um þessa mynd eftir að hafa séð myndbrot úr henni á undan öðrum bíósýningum. Ég var viss um að þessi mynd væri gerð af frægu fólki til að ná sér niðri á paparazzi ljósmyndurum og sýna heiminum hvað þeir væru slæmir karlar. Þannig fór ég á þessa mynd og varð því ekki fyrir vonbrigðum. Tom Sizemore er náttúrulega alltaf góður og hefur nú sennilega sjálfur slæma reynslu af svona ljósmyndurum. Ég upplifði þessa mynd sem einskonar gæluverkefni fyrir fræga fólkið og andúð þeirra á ljósmyndurunum sem halda þeim frægum. Í stuttu máli rétt fyrir ofan meðallag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn