Ég fór á þessa mynd með ágætar væntingar, ég hélt bara að þetta yrði ágætis gamanmynd. Hún byrjaði sem bara svona miðlungs týpísk mynd en svo þegar 20 mínútur voru búnar að myndinni þá byrjaði hún að verða betri. Það eru engir frægir eða vinsælir leikarar í þessari mynd og enginn að þeim eru þekktir fyrir góðan leik í bíómyndum en þeir sýndu allaveganna besta leik þeirra í þessari mynd. Ég mundi segja að Seth Green sé þekktasti leikarinn í þessari mynd, en hann hefur leikið í myndum eins Rat Race og Austin Powers In Goldmember, á eftir honum mundi ég segja Matthew Lillard fyrir leik sinn í Scooby Doo myndunum. Þessi mynd fjallar um fjóra vini sem heita Dan, Tom, Jerry og Billy, þeir hafa verið vinir síðan þeir voru krakkar. Síðan þegar þeir voru orðnir fullorðinir þá fær Jerry(Matthew Lillard) þær fréttir að Billy(Anthony Starr) sem fór í ferð þegar þeir voru í menntaskóla var dáinn. Vinirnir þrír Dan(Seth Green), Jerry og Tom(Dax Shepard) fóru í jarðarförina og eftir hana fóru í tré húsið sem þeir gerðu þegar þeir voru litlir. Það finna þeir kassa með fullt af gömlu dóti og þar er kort, og á kortinu stendur hvar einn maður að nafni D.B Cooper brotlenti með helling af pening. Þannig að þeir fara að leita að peningunum með því að skoða kortið sem þessi D.B Cooper var með. Aðalhlutverk eru: Seth Green(Austin Powers In Goldmember), Matthew Lillard(Scream) og Dax Sheperd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei