Matsveinninn Daniel og veitingaþjónninn Þór eru reknir af Hótel Sögu vegna óvenjulegrar framkomu við matargest. Þeir ákveða að fara af landi brott og byrja „nýtt líf“ - í Vestmannaeyjum. Þeir sigla undir fölsku flaggi og ráða sig í vinnu hjá stærsta fiskvinnslufyrirtækinu í Eyjum, þar kynnast þeir Víglundi verkstjóra, („Þú ert kallaður Lundi,... Lesa meira
Matsveinninn Daniel og veitingaþjónninn Þór eru reknir af Hótel Sögu vegna óvenjulegrar framkomu við matargest. Þeir ákveða að fara af landi brott og byrja „nýtt líf“ - í Vestmannaeyjum. Þeir sigla undir fölsku flaggi og ráða sig í vinnu hjá stærsta fiskvinnslufyrirtækinu í Eyjum, þar kynnast þeir Víglundi verkstjóra, („Þú ert kallaður Lundi, er það ekki?“), bónusvíkingnum Axel, Ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýslu, Maríu Lundadóttur og skipstjóranum hjátrúarfulla og fjölmörgum öðrum ógleymanlegum persónum. Og eyjamúsíkin dunar í stórkostlegum flutningi Bjarkar Guðmundsdóttur og fleiri. Í Nýju lífi skutust persónurnar Þór og Danni upp á stjörnuhiminn íslenskrar kvikmyndasögu og urðu góðkunningjar allrar þjóðarinnar.... minna
Nýtt líf ehf. Fyrsta mynd frábærs þríleiks.
Íslensk mynd af gamla skólanum þar sem aðalleikararnir Karl Ágúst og Eggert Þorleifs skarta hlutverk tveggja manna (Daníels og Þórs) sem eru ekki vissir hvaða hlutverki þeir vilja gegna í lífinu.
Frá heimaslóð þeirra, Reykjavík, fara þeir til Vestmannaeyja á vertíð í frystihúsi þar sem margt gengur á miðað við annars lítilfjörlegt líferni.
Það sem mér finnst skemmtilegast við "Líf" myndirnar er hvað allt virðist raunverulegt, margar senur sem eru spilaðar af fingrum fram, "improvise" meðfram handriti og koma nokkuð vel út.
Í seinni tíð hefur þessi "amateur" bragur sem kannski sést í gömlu íslensku myndefni minnkað en af sama skapi hverfur kannski sterkur karakterinn sem einkennir sumar bíómyndir.
Einföld en góð Vissulega er Nýtt líf mjög gömul og einföld, en mér finnst hún samt mjög góð. Hún heldur alltaf áfram dampinum og kemur með ágætis punkta. „Áttu eld? Nei, en ég á hárbusta“. Hér byrja Þór og Danni í eldhúsi og fara svo í frystihús og enda á sjónum. Björk er áberandi með tónlistina og sést meira að segja singja á sviði. Sýnir íslenska kvikmyndagerð eins og hún var í gamladaga. 8/10
Þetta er ægætis grínmynd Eggert og karl nátúrulega topp leikarar. Þór og Danni hefðu alveg mátt vera í fleiri en 3 mynd.Þetta er mynd sem bra allir geta haft gaman af. Allar myndirnar eru ágætis skemmtun fyrir alla.