Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

Saved! 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. ágúst 2004

Heaven Help Us.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 61% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Mary er vel upp alin stúlka sem gengur í kristinn miðskóla þar sem hún á góða kristna vini, eins og Hilary Faye, og frábæran kristinn kærasta að nafni Dean. Líf hennar virðist fullkomið, þar til hún kemst að því að Dean er líklega hommi. Eftir að hafa séð ásýnd Jesús í sundlaug, þá gerir hún allt sem í hennar valdi stendur til að snúa honum aftur... Lesa meira

Mary er vel upp alin stúlka sem gengur í kristinn miðskóla þar sem hún á góða kristna vini, eins og Hilary Faye, og frábæran kristinn kærasta að nafni Dean. Líf hennar virðist fullkomið, þar til hún kemst að því að Dean er líklega hommi. Eftir að hafa séð ásýnd Jesús í sundlaug, þá gerir hún allt sem í hennar valdi stendur til að snúa honum aftur til gagnkynhneigðar, þar á meðal að bjóða meydóm sinn. En ekkert af þessu hjálpar þar sem Dean er gripinn, og sendur í afhommunarmiðstöð, og Mary verður ófrísk. Mitt í þessum vanda öllum kynnist hún krökkum í skólanum sem eru ekki hluti af vinsæla genginu, þar á meðal Cassandra, einu stelpunni í skólanum sem er Gyðingur, Roland, sem er bróðir Hilary Faye og er í hjólastól, og Patrick, hjólabrettastrák og syni skólastjórans, séra Skip; en á sama tíma gerir Hilary Faye hana óvinsæla, og að félagslegu úrhraki.... minna

Aðalleikarar

Kolsvört
Saved! er ein af þessum fáu unglingamyndum sem að maður getur hlegið með en ekki að, hún er frumleg og fersk þó að hún eigi sín dæmigerðu augnablik.

Sagan segir á fyndinn hátt frá kristinlegri stelpu sem ákveður eftir að hafa fengið skilaboð frá kristni sjálfum að bjarga kærasta sínum sem segist vera hommi með því að sofa hjá honum. Hún hugsar svo ekkert meira um þetta fyrr en hann er sendur í "afhommunarbúðir" og hún fær morgunógleði. Þá kemst hún að því hverjir alvöru vinir hennar eru.

Jena Malone fer með aðalhlutverkið og tekst ágætlega til. Mandy Moore er leiðinlega stelpan og stendur sig mjög vel, það var mjög fyndið að sjá Macauley Culkin í mynd þar sem hann er ekki barn. Maður hefur eiginlega ekki séð hann í neinu síðan Home Alone 2 en í Saved! er hann hinn fínasti í sínu hlutverki.

Myndin er skemmtileg og mjög fyndinn og ég mæli sérstaklega með henni fyrir fólk sem er þreytt á þessum dæmigerðu klappstýru unglinamyndum. Hún er frá 2004 þannig að fötin og hárgreiðslurnar, já og tónlistin, eldist ekki mjög vel en skilaboðin standast allt. Ég myndi ekki mæla með myndinni fyrir mjög kristið fólk því að það er ráðist ansi harkalega á það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Saved er mjög vel heppnuð svört kómedía um unglinga sem búa í mjög trúuðu samfélagi. Ein stúlka lendir í aðstæðum sem fá hana til að draga trú sína í efa og sendir þetta höggbylgjur í gegnum vinahópinn með kostlegum afleiðingum. Nærvera Mandy Moore getur skapað nokkrar ranghugmyndir um hvernig mynd Saved er, en hún hefur hingað til mestmegnis verið í formúlukenndum unglingamyndum. Handritið hér er snjallt og myndin vel leikin. Þar má nefna Maculay Culkin í sínu fyrsta hlutverki í langan tíma, hann stendur sig með prýðum en fær reyndar mjög bitastætt hlutverk. Frábær skemmtun sem mun ekki valda mörgum vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Alls ekki dæmigerð unglingamynd
Það er merkilegt hvernig sumar litlu myndirnar geta orðið þær óvæntustu. Þegar ég labbaði inn í bíóasalinn með sama og engar væntingar bjóst ég alls ekki við að ég myndi ná að halda sama glottinu út alla rest. Saved! er virkilega fín mynd sem tekur flest gömlu hugtök unglingamynda og þeytir þeim út og útkoman verður kómísk satíra sem fókusar á hversu öfgakennd Kristin trú getur verið í augum margra. Nú margir gætu misskilið að þessi mynd sé að setja út á trúna, en það er ekki málið, heldur sýnir hún bara hversu einhæf álit annarra geta orðið á henni og hversu strangar reglur henni fylgja. Myndin framkallar úr þessu mjög góðan boðskap ásamt hressilegum húmor (''When Jesus closes a door he opens a window... so we can jump out it.'').

Leikararnir standa sig líka frábærlega. Jena Malone er farin að láta aðeins meira bera á sér enda virkilega efnileg leikkona hér á ferð. Patrick Fugit (úr Almost Famous) er líka mjög sannfærandi og Mandy Moore er bara hreint yndislega fyndin í hlutverki harðtrúuðu ''bitch skólans.'' Svo er það Macauley Culkin... Jááá... sá gaur sem ég hef aldrei þolað áður, hvort sem hann er að hrekkja pabba sinn eða flýja undan heimskum bófum í ræmunum sínum. Bara þoldi hann ekki. En drengurinn hefur elst og verð ég að segja að hann geri svakalega góða hluti í þessari mynd. Hér er hann bæði fyndinn og þolanlegur og á sér góðan samleik við Evu Amurri (sem er í raun dóttir Susan Sarandon).

Annað sem er svo skemmtilegt við þessa mynd er hversu vel hún forðast stereótýpur. Á yfirborðinu líta persónurnar út fyrir að vera þessi klassísku þunnildi sem maður hefur séð aftur og aftur, en innst inni hafa þær meira að fela og með tímanum kann maður vel við þær. Brian Danelly á einnig gott hrós skilið fyrir leikstjórnina sem og meðskrift handritsins. Þetta er mynd sem maður bæði hefur gaman af og sýnir það einnig hvernig fólk getur verið varðandi hina ýmsu fordóma (myndin fer ekki einungis út í trúarbrögð, heldur einnig fötlun, samkynhneigð, útskúfun þeirra sem eru ólíkir, þungun á unglingsaldri o.s.frv.), ásamt því að gera svolítið grín að því.

Mér finnst nú erfitt að mæla ekki með Saved! og það mætti eiginlega segja að það væri hálfgerð synd að missa af henni.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn