Dirty Dancing: Havana Nights
Öllum leyfð
RómantískDrama

Dirty Dancing: Havana Nights 2004

(Dirty Dancing 2)

Frumsýnd: 20. ágúst 2004

Turn up the heat and follow the rhythm

6.0 25,086 atkv.Rotten tomatoes einkunn 23% Critics 6/10
86 MÍN

Unglingsstúlkan bandaríska Katey Miller flytur til Havana í nóvember árið 1958, ásamt foreldrum sínum og yngri systur. Faðir hennar er stjórnandi hjá Ford bílafyrirtækinu og er sendur til starfa á Kúbu, en Katey er fyrirmyndarnemandi sem saknar vina sinna. Fjölskyldan flytur inn í flott hótel, þar sem Katey hittir fyrir tilviljun dreng á sama aldri sem býr þarna... Lesa meira

Unglingsstúlkan bandaríska Katey Miller flytur til Havana í nóvember árið 1958, ásamt foreldrum sínum og yngri systur. Faðir hennar er stjórnandi hjá Ford bílafyrirtækinu og er sendur til starfa á Kúbu, en Katey er fyrirmyndarnemandi sem saknar vina sinna. Fjölskyldan flytur inn í flott hótel, þar sem Katey hittir fyrir tilviljun dreng á sama aldri sem býr þarna á staðnum, Javier Suarez. Seinna sér hún Javier dansa úti á torgi og þau verða vinir, en hann er síðan rekinn úr starfi á hótelinu fyrir það að hafa verið að blanda geði við hana. Katey býður Javier að taka þátt í keppni í suður-amerískum dönsum til að hjálpa honum að safna smá peningum, og hún hittir hann á laun í La Rosa Negra næturklúbbnum til að æfa fyrir keppnina. Seinna verða þau ástfangin, á þessum byltingartímum í landinu á þessum tíma. ... minna

Aðalleikarar

Diego Luna

Javier Suarez

Romola Garai

Katey Miller

Sela Ward

Jeannie Miller

John Slattery

Bert Miller

Jonathan Jackson

James Phelps

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (3)


Mér fannst myndin frekar leiðinleg og hún stenst ekki fyrri myndini af gæðum. Og leikurinn ekki góður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já ég fór á myndina fyrir tveimur vikum og mér fannst hún mjög góð. Söguþráðurinn var skemmtilegur og dansatriðin frábær. Þetta er svolítil stelpumynd en strákar myndu alveg eins hafa gaman af henni. Ég sá Dirty Dancing 1 og einhvern veginn fannst mér hún vera betri, en er það ekki oft þannig að fyrstu myndirnar eru oft betri. En ég mæli með myndinni og bara allir að skella sér í bíó!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Loksins er komin önnur Dirty Dancing það var sko alveg komin tími á þessa mynd og hún hitti beint í mark hjá mér. Jafn dramatísk og sú fyrri og æðislegir dansar. Patrick S. hefur reyndar elst dálítið síðan síðast en það gerir ekkert til því þarna er komin rosalega sætur latin boy sem mjög gaman er að horfa á. Myndin er frábær afþreying og ég brosti út af eyrum þegar ég var búin að horfa á hana. Allar stelpur sem og aðrir sem hafa áhuga á rómantík ættu ekki að láta þessa fara framhjá sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)