Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Confessions of a Teenage Drama Queen 2004

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 30. apríl 2004

So much drama, so little time.

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 14% Critics
Rotten tomatoes einkunn 35% Audience
The Movies database einkunn 33
/100

Þegar táningsstúlkan Mary Elizabeth Steppe, öðru nafni Lola, flytur til móður sinnar og tveggja yngri tvíburasystra sinna, frá New York, til úthverfisins Dellwood í New Jersey, þá finnst henni sem líf hennar eins og hún þekkti það sé á enda, enda sé ekkert skemmtana- og menningarlíf á nýja staðnum. Í skólanum verður Lola góð vinkona hinnar óvinsælu... Lesa meira

Þegar táningsstúlkan Mary Elizabeth Steppe, öðru nafni Lola, flytur til móður sinnar og tveggja yngri tvíburasystra sinna, frá New York, til úthverfisins Dellwood í New Jersey, þá finnst henni sem líf hennar eins og hún þekkti það sé á enda, enda sé ekkert skemmtana- og menningarlíf á nýja staðnum. Í skólanum verður Lola góð vinkona hinnar óvinsælu Ella, sem er aðdáandi uppáhaldshljómsveitar Lola, Sidarthur. En vinsælasta stelpan í skólanum, Carla Santini er horn síðu Lola, og keppir við hana um hlutverk í Pygmalion og í félagslífinu. Þegar uppselt er á síðustu tónleika Sidarthur, þá ákveður Lola að fara til New York með Ella og kaupa miða á svörtum markaði. En stelpurnar lenda í vanda þegar þær hjálpa söngvara Sidarthur og átrúnaðargoði Lola, Stu Wolf, og líf þeirra breytist til frambúðar.... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Það er vist átak að hafa sig á mynd sem þessa í bíó, og ég verð reyndar að vitna í félaga mína sem fóru með mér að þetta er mynd sem maður hefði betur beðið með fyrir vídeótækið heima. Engu að síður er þetta ágætis afþreying og skemmtilega gert grín að lífi táningsstúlku sem er mikil dramadrottning eins og nafnið ber með sér. Það er Lindsey Lohan sem leikur aðalhlutverkið í myndinni en ef vel er að gáð má sjá að þarna er á ferðinni stúlkan sem fór með hlutverk tvíburasystranna Hally og Annie í myndinni The Parent Trap um árið. Hún skilar sínu mjög vel en stjarna myndarinnar að mínu mati er þó Adam Garcia sem fer með hlutverk rokkstjörnunnar Stu og á mjög góða innkomu í myndinni. Fín afþreying og nokkuð góðir brandarar, gef henni 2 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn