Náðu í appið
Öllum leyfð

Chasing Liberty 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. apríl 2004

Every family has a rebel. Even the First Family.

101 MÍNEnska

Líf Anna Foster hefur aldrei verið venjulegt. Hún er 18 ára gömul, og nýtur meiri verndar en nokkur önnur stúlka í Bandaríkjunum, enda er hún dóttir forseta Bandaríkjanna. Anna er þreytt á því að vera ofvernduð af föður sínum og semur við hann um að hafa einungis tvo lífverði með sér þegar hún fer á tónleika í Prag. Þegar faðir hennar hættir við... Lesa meira

Líf Anna Foster hefur aldrei verið venjulegt. Hún er 18 ára gömul, og nýtur meiri verndar en nokkur önnur stúlka í Bandaríkjunum, enda er hún dóttir forseta Bandaríkjanna. Anna er þreytt á því að vera ofvernduð af föður sínum og semur við hann um að hafa einungis tvo lífverði með sér þegar hún fer á tónleika í Prag. Þegar faðir hennar hættir við að standa við loforðið reiðist Anna og stingur af ásamt Ben Calder, myndarlegum ljósmyndara sem hún hittir fyrir utan tónleikastaðinn. Þau ferðast saman og stefna á ástargönguna í Berlín. Anna segir Ben ekki hver hún er og Ben segir sömuleiðis ekki rétt deili á sér. Ben er í raun að vinna fyrir föður Anna, og á að fylgjast með henni, en það var aldrei hluti af áætluninni að ástin kviknaði milli þeirra á bakpokaferðalagi þeirra um Evrópu. Þegar Anna uppgötvar hver Ben er í raun og veru, er óvíst með framhaldið á ástarævintýri þeirra.... minna

Aðalleikarar


Bekkurinn minn horfði á þessa mynd sem umbun (fyrst átti að horfa á Bad Santa en það klúðraðist. Allvega þá er þessi mynd ekkert sem maður hefur ekki séð í rómantískumgrínstelpumyndum. Myndin hefur satt að segja mjög lítið alvöru grín í sér. Myndin er einnig ótrúlega fyrirsjáanleg og hreint og beint leiðinleg. Maður var næstum sofnaður eftir tuttugu mínútur.


Myndin fjallar um dóttir forsetans Önnu (Mandy Moore) og löngun hennar til að sleppa frá ofverndun föður síns forsetans (Mark Harmon.) Svo loksins í ferðalagi í Prag með foreldrum sínum stingur hún af til að sjá Love Parade í Berlín. Á leiðinni kynnist hún ungum manni Ben Calder(Matthew Goode), bakpokaferðalangnum og vasaþjófnum Mcruff (Martin Hancock), gondólssiglaranum Eugenio (Joseph Long) og móðir hans (Miriam Margolyes.)En á leiðinni er hún elt af njósalífvörðum föður síns þeim Alan Weiss (Jeremy Piven) og Cynthiu Morales (Annabella Sciorra)


Miriam Margolyes og Jeremy Piven standa sig frábærlega hlutverkum sínum. En leikarar eins og Matthew Goode, Mark Harmon (er góður annars staðar), Mandy Moore og Martin Hancock stóðu sig satt að segja illa. Aðrir aukaleikarar eins og Joseph Long og Annabella Sciorra halda sig á mottunni. Tónlistin í myndinni truflar mann og aulabrandararnir er hræðilegir.


En myndin í heild er leiðinlegur rómantískur eltingaleikur sem breytist ekkert á pínlegum 111 mínútum. Allt það sama og engin breyting. Ekki nógu gott hjá Andy Cadiff, hann ætti að halda sig við sjónvarpseríur. Myndin fær þó hálfa stjörnu fyrir leik Miriam Margolyes og Jeremy Pivens.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd og fannst hún æði! Bæði finnst mér Mandy Moore frábær leikona og söngkona og líka því ég dýrka rómantískar gamanmyndir. Hún fjallar um stelpu sem er dóttir forseta Bandaríkjanna og hún er þreytt á því að fá aldrei að gera neitt sjálf. En svo leyfir pabbi hennar að fara á tónleika en svo sér hún fullt af fulltrúum og leggur af stað í eitt stórt ævintýri. Þannig að ég mæli eindregið með þessari mynd og finnst hún alveg frábær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst Chasing Liberty mjög góð...þetta er svona mynd þar sem þar er alltaf að gerast eitthvað nýtt og nýtt....maður er hálfgjörlega á tánum....þetta er mjög sæt gamanmynd(með pínu rómantík) sem maður getur alveg séð aftur og aftur...manneskja, sem er með mjög góðan smekk á myndum, sem ég þekki hefur farið tvisvar nú þegar á myndina og segist vilja fara aftur því hún kemur alltaf skælbrosandi útaf myndinni...Svo þetta er mynd sem ég mæli eindregið með sérstaklega fyrir stelpur með veikt hjarta fyrir rómantískum gamanmyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn