Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Haunted Mansion 2003

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 23. janúar 2004

Your Future Would Be In Good Hands... If She Had Any.

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 13% Critics
Rotten tomatoes einkunn 31% Audience
The Movies database einkunn 34
/100

Fasteignasalinn Jim Evers er vinnualki, og starfar með konu sinni Sara. Þau fá símtal kvöld eitt frá eiganda stórhýsis, Edward Gracey, sem vill selja eignina. Þau sjá fyrir sér bestu viðskipti ferilsins, og drífa sig á staðinn ásamt börnum sínum, til að skoða eignina, sem er staðsett á afviknum stað. Þau lenda í miklu þrumuveðri á leiðinni en komast... Lesa meira

Fasteignasalinn Jim Evers er vinnualki, og starfar með konu sinni Sara. Þau fá símtal kvöld eitt frá eiganda stórhýsis, Edward Gracey, sem vill selja eignina. Þau sjá fyrir sér bestu viðskipti ferilsins, og drífa sig á staðinn ásamt börnum sínum, til að skoða eignina, sem er staðsett á afviknum stað. Þau lenda í miklu þrumuveðri á leiðinni en komast í húsið þar sem hinn sérvitri Gracey býr, ásamt dularfullum þjóni sínum Ramsley, og ýmsum öðrum íbúum, sjáanlegum og ósýnilegum. Í fyrstu hlær Jim að sögum Gracey um drauga og forynjur, eða þar til hann kemst að leyndardómi hússins og kemst að því að eiginkona hans Sara, tengist sögu hússins!... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Ég á bróðir í öðrum bekk og hann er algjör hann langar að sjá myndir þar sem einhver er drepinn eða eru skrímsli í eins og uppáhalds myndirnar hans sem hann fær aldrei nóg af eru: Lord off the ring(sem hann fær aldrei nóg af) og Pirates of the caribbean(sem hann elskar). Ég fór því með hann á Hunting manson og sagði honum að hun væri sko bönnuð innan 12 ára og hann hlakkaði rosa til að sjá hana, ég get sagt að hann varð ekki fyrir vonbrigðum og ég ekki heldur þessi mynd er snilld, maður getur verið að springa úr hlátri á meðan einhver annar er að deyja af hræðslu. Þessi mynd er drepfyndin og hentar allri fjölskyldunni af mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd var álíka og ég bjóst við.

Ég hélt að hún (myndin) væri ógeðslegri en hún er þannig að miðað við að þeir reyndu að gera myndina óhugnulega þá tókst það satt best að segja illa.

En The haunted mansion var miklu fyndnari en ég átti von á.

Eddie Murphy átti stórgóðan leik og tæknibrellurnar voru góðar.

Myndin var með mjög raunveruleg og ekki eins barnaleg og ég átti von á. Samt nokkuð týpísk Disneymynd ekki nálægt sögulegum klassa en þó frábær afþreyging.

Myndin fjallar um fasteignasala úr stórborg sem ákveður að fara í helgarfríi með fjölskyldunni. Þar ákveður hann að skoða eyðibýli sem er afar dularfullt - og hliðið vill ekki opnast strax.........

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nú eru Disney komnir á stað með nýja seríu ef svo má segja, byggða á skemmtitækjum í Disneylandi. Fyrst var það Pirates of The Caribbean : The Curse of the Black Pearl en sú mynd var vel heppnuð og snilldarleikur Johnny Depp má ekki fara framhjá neinum. Pirates 2 er í framleiðslu en nú er komið að Haunted Mansion. Jim Evers vinnur í fasteignum og þau hjónin kalla smáfyrirtækið Evers and Evers. Þegar fjölskyldan ætlar í helgarfrí fær Jim hugsanlegan nýjan viðskiptavin, óðalseiganda í sveitinni svo hann stenst ekki mátið og kemur við í leiðinni. Eitt leiðir af öðru og fyrr en varir er öll fjölskyldan föst í þessu skuggalega húsi. Nú fer allt í háaloft, beinagrindur lifna við, kristalskúlur tala og til að komast burt þarf Evers fjölskyldan að leysa ráðgátuna um óðalssetrið. Myndin er vel unnin í alla staði. Tæknibrellurnar eru góðar og hljóðið mjög gott. Þó að myndin sé auglýst sem draugamynd er hún ekkert sérstaklega óhugnanleg. Eddie Murphy er heldur lágt metinn fyrir þessa mynd hann leikur einfaldlega eins og á við í svona myndum. Hins vegar er sagan dálítið þunn og fyrirsjáanleg. Flestir leikarar standa sig ágætlega. Eddie er fínn eins og ég nefndi áður, Sara Evers sem leikin er af Marsha Thomason er ágæt en ekkert meira en það. Nathaniel Parker sem leikur óðalsherrann heillaði mig ekkert upp úr skónum. Börnin voru bæði mjög góð en sá sem skarar fram úr er Terence Stamp í hlutverki Ramsley. Óhugnanlegi svipurinn og ráma röddin eru ýkt en virka samt ótrúlega vel. Allt í allt er þetta ágætis fjölskyldumynd þó að þeir yngstu gætu orðið skelfdir á köflum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Þreyttur Eddie
Eddie Murphy er orðinn eins og allt annar maður í dag heldur en hann var fyrir rúmum áratugi. Áður fyrr var hann þessi orðljóti, síkjaftandi grínisti sem fór á kostum í Beverly Hills Cop, 48 Hrs. svo eitthvað sé nefnt. En nú undanfarið er hann bara orðinn einhver misheppnaður grínisti sem birtist bara í slöppum fjölskylduræmum og reynir of mikið á sig fyrir hlátur (Shrek & Bowfinger eru EINU undantekningarnar).

The Haunted Mansion er kannski ekki jafn slæm og Daddy Day Care eða Pluto Nash (ó guð!) en hún er þó ekki heldur neitt skref upp fyrir manninn. Myndin er byggð á sama concept-i og Pirates of the Caribbean. Semsagt; Hún er byggð á skemmtitæki í Disney World (sem varir ekki einu sinni lengur en 3-4 mín. by the way). Ókei, POTC var mjög vel heppnuð og skemmtileg mynd, eiginlega of góð miðað við grunnhugmyndina. En þó svo að þetta hafi gengið einu sinni upp þýðir ekki að það sé endalaust góð hugmynd að gera kvikmyndir úr svona.

Ekki bara er húmor myndarinnar ódýr og barnalegur, heldur eru brellurnar það líka. Svo hafa aðstandendur líklega búist við því að Murphy myndi stela senunni, en svo var ekki. Persónulega þótti mér þeir Terence Stamp og Wallace Shawn mun skemmtilegri. Söguþráðurinn er líka eldgamall og klisjukenndur (óveður - fjölskylda - draugagangur - mystería á bak við allt saman... hundgömul formúla). Mér finnst að Murphy ætti að gefa skít í þessi fjölskyldumyndahandrit, því hann er kominn í ansi djúpa gryfju sem ekki verður auðvelt að komast upp úr. Ég er þó innilega feginn að hann skuli vera að endurtaka eitt besta hlutverk sitt, sem asninn með munnræpuna í Shrek 2, því þar mun maðurinn eflaust bæta eitthvað smá upp.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.05.2021

Jungle Cruise á Disney+

Ævintýramyndin Jungle Cruise verður aðgengileg á streymi Disney+ samhliða bíóútgáfu hennar. Til stóð upphaflega að frumsýna myndina um sumarið 2020 áður en hún var færð til júlímánaðar 2021. Verður hún þá gefin ...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

13.10.2019

Blunt og Johnson á bátskrifli niður Amazon í Jungle Cruise

Walt Disney Studios hafa birt fyrstu opinberu stikluna fyrir kvikmyndina Jungle Cruise, en hún er byggð á þekktu leiktæki úr skemmtigörðum Disney. Dwayne Johnson samþykkir að fara með Blunt eftir að hún segist eiga ful...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn