Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég hef þurft að melta þessa mynd vel áður en ég treysti mér í stjörnugjöfina. Fyrir það fyrsta vek ég athygli á því að hennar annað nafn; HYPNOTIC hefði óneitanlega verið mun skárra og meira lýsandi fyrir myndina... Ég gef henni þrjár stjörnur fyrir að vera vel útfærð hrollvekja sem tekur á sálfræðinni og fyrir að vera mjög frumleg og hörkuspennandi. En það er ekki svo einfalt. Fyrir það að maður veit ekki undir eins hvað manni raunverulega finnst um hana, fær hún hálfa stjörnu í bónus -fyrir að leika sér að manni og smjúga inn í undirmeðvitundina. Það er gamaldags hrollvekjublær á henni, en gæðin eru mikil utan við ómögulega tónlist. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Nick Willing, hefur ekki verið mjög áberandi en ef til vill kannast einhverjir við hina hugljúfu og frumlegu Photographing Fairies (1997) frá honum. Hér eru allir fagmenn og einnig tónlistarhöfundurinn Simon Boswell, sem hefur greinilega bara verið sofandi í þessu tilfelli. Hann hefur samið fína tónlist við myndir eins og; Photographing Fairies (1997), Midsummers Night's Dream, A (1999), Mind Games (2000) og Alien Love Triangle (2002). Sjarmörinn Goran Visnjic (ER, Practical magic og rödd Soto í Ice age) og hina indælu Miranda Otto (úr LOTR: Two towers og What Lies Beneath) ættu flestir að kannast við og þau standa sig frábærlega eins og aðrir leikarar. Dr. Michael Strother er næmur sálfræðimenntaður læknir sem fær fólk til að hætta að reykja með einni nokkurra mínútna meðferð. Í eitt skiptið sér hann þó of mikið inn í sálarlíf lögreglukonu einnar (Shirley Henderson; Trainspotting (1996), Bridget Jones's Diary (2001)) og neyðir hún hann til að hjálpa sér við að leysa ógnvænlegt morðmál. Svo er bara ykkar að komast að framhaldinu... Það má segja að gömlu góðu hrollvekjurnar séu að snúa aftur -nema að nú er lögð enn meiri áhersla á gæðin og frumleikann. Eru ekki allir komnir með nóg af Scream-myndunum og nágrönnum þeirra? Splattermyndir eru til dæmis ekki góðar nema þær séu frumlegar, eins og þeir sem hafa séð MAY, vita vel. DOCTOR SLEEP er ein margra góðra hrollvekja sem eru að koma upp í dag. Ég vona að þessi jákvæða þróun (fyrir mig og aðra sanna hrollvekjuaðdáendur) haldi áfram. Fyrir lélega tónlist lækkar myndin um hálfa stjörnu. Fyrir stórgóðan leik hækkar hún hins vegar um hálfa stjörnu -svo hún fær þrjár og hálfa þegar allt kemur til alls. Hér er leikið sér með undirmeðvitundina og birtu, liti og síðast en ekki síst drungann sem einkennir úthugsaða glæpi. Að baki glæpunum í Doctor sleep liggur hins vegar eitthvað miklu meira og ég kýs að segja ekki meira en mæli eindregið með þessum listræna sálfræðitrylli fyrir alla aðdáendur slíkra mynda.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
10. október 2003
VHS:
19. janúar 2004