Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

View from the Top 2003

Frumsýnd: 16. maí 2003

Don't stop till you reach the top.

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 14% Critics
The Movies database einkunn 27
/100

Donna er stúlka úr smábæ sem þráir að komast í burtu og sjá heiminn. Hún les um Sally Weston, flugfreyju sem hefur komið nánast hvert sem er í heiminum. Hún ákveður í kjölfarið að gerast flugfreyja hjá litlu flugfélagi. Eftir að hún hefur öðlast smá reynslu, þá sækir hún um hjá stærra félagi. Hún sannfærir tvo samstarfsmenn sína, þær Sherry... Lesa meira

Donna er stúlka úr smábæ sem þráir að komast í burtu og sjá heiminn. Hún les um Sally Weston, flugfreyju sem hefur komið nánast hvert sem er í heiminum. Hún ákveður í kjölfarið að gerast flugfreyja hjá litlu flugfélagi. Eftir að hún hefur öðlast smá reynslu, þá sækir hún um hjá stærra félagi. Hún sannfærir tvo samstarfsmenn sína, þær Sherry og Christine, um að koma með sér. Hún og Christine fá vinnuna, en ekki Sherry. Núna leggur Donna sig alla fram í starfi og eftir að hún hittir Sally Weston, þá stefnir hún á að komast í alþjóðlega flugið. En þegar flugleiðirnar eru kynntar, þá kemur það henni á óvart að hún þarf að fljúga innanlands frá Cleveland. Henni finnst eins og draumar hennir séu nú brostnir, en þá hittir hún frábæran strák. Þegar hún tekur ákvörðun um að berjast fyrir því að draumar sínir rætist, þá þarf hún að velja á milli starfsins og kærastans. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Sumar myndir eru einfaldlega lélegar og leiðinlegar, illa leiknar og tilgangslausar. View from the top er ein af þessum myndum. Myndin fjallar um smábæjarstelpuna Donnu Jensen (Gwyneth Paltrow) sem dreymir um að komast burt bænum og upplifa ameríska drauminn. Hún ákveður að gerast flugfreyja og ræður sig á lítið og ómerkilegt flugfélag. En hugurinn stefnir hærra og Donna vill komast til stærri flugfélaga og vinna í millilandaflugi. En til þess þarf hún að komast í skóla og skráir sig í flugfreyjuskóla Royal flugfélagsins. Með henni fara vinkonur hennar Christine (Christina Applegate) og Sherry (Kerry Preston). Þessi mynd er afspyrnu leiðinleg. Hún er í raun ekki um neitt. Samtölin eru hallærisleg og hver persónan á fætur annarri er ómerkilegri. View from the top er mynd sem ber að varast.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég held að Gwyneth Paltrow ætti að nota þetta view from the top til þess að fara yfir ferilinn sinn því hann er á niðurleið með þessari mynd. Hún er þó ágætis leikari og það er ekki undan því að kvarta en myndin engu að síður var ekki það sem ég bjóst við. Ég bjóst við góðri grínmynd en þess í stað gekk ég út af hálf dramatískri brosmynd. Hún fékk mann nánast aldrei til þess að brosa sínu breiðasta en kom þó með eitt og eitt gott skot frá meistara grínsins, Mike Miers sem þó hefur ekki fengið að vera með puttana nægilega mikið í handritinu. Myndin má þó eiga það að hún hélt manni við efnið allan tímann og manni leiddist ekki yfir áhorfinu.

Bíðið bara eftir að hún komi á video þið eruð ekki að missa af miklu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn