Tears of the sun er stríðsmynd sem gerist í skógum Afríku nánar tiltekið í Nígeríu. Sérsveit úr bandaríska hernum, með Bruce Willis í fararbroddi, er send inn í landið til þess að sækja Ameríska konu sem er þar í sjálfboðavinnu. Auðvita er myndin Amerísk út í gegn og kanarnir eru alltaf góði karlinn en ef það fer í taugarnar á fólki þá á það yfirleitt ekki að horfa á Amerískar stríðsmyndir, eða Amerískar myndir almennt. Þjóðarrembingurinn er þó í lágmarki í myndinni og gerir hún mun meira af því að lýsa ástandinu eins og það var og er jafnvel enþá í sumum af þessum löndum. Tilgangslaus fjöldamorð, nauðganir og aðrar pintingar uppreisna herdeildanna er lýst í myndinni og gefur manni glögga mynd af því hvernig lífið er á þessum slóðum.
Þó svo að rembingurinn sé til staðar þá er myndin engu að síður mjög góð, ekkert um áþarfa ástarvellur, óþarfa málalengingar eða annað þessháttar til þess að drepa niður spennuna. Myndin rennur vel í gegn hún er nokkuð vel leikin, hljóð og tæknibrellur fínar og söguþráðurinn, ja ekki gallalaus en þetta er nú einusinni Amerísk hetjumynd.
Ég get án nokkurrar eftirsjár mælt með myndinni því hún virkaði mjög vel á mig og ég hugsa að hún eigi eftir að virka vel á flest alla aðra líka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei