Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

UHF 1989

(The Vidiot from UHF)

Don't touch that dial! / It's crazy. It's outrageous. It's the T.V station run by a lunatic!

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 61% Critics
The Movies database einkunn 32
/100

George Newman er venjulegur maður. Vandamálið er að hann dreymir dagdrauma, og helst ekkert við í vinnu. Frændi hans telur að George gæti verið frábær í að stjórna Channel 62, sjónvarpsstöð sem er á niðurleið og tapar peningum og áhorfendum hratt. Ímyndunarafl George fær þarna útrás, og hann byrjar að finna upp á skrítnum þáttum eins og "Wheels of... Lesa meira

George Newman er venjulegur maður. Vandamálið er að hann dreymir dagdrauma, og helst ekkert við í vinnu. Frændi hans telur að George gæti verið frábær í að stjórna Channel 62, sjónvarpsstöð sem er á niðurleið og tapar peningum og áhorfendum hratt. Ímyndunarafl George fær þarna útrás, og hann byrjar að finna upp á skrítnum þáttum eins og "Wheels of Fish" og "Raul´s Wild Kingdom". Áhorfstölur fara að rísa að nýju, en ekki eru allir sáttir.... minna

Aðalleikarar


Ég dýrkaði þessa mynd á unglingsárunum og gat þulið upp heilu setningarnar úr henni án mikillar fyrirhafnar. Hún hefur ekki elst alveg jafnvel og ég hafði vonað en engu að síður er hún kómísk snilld. Vísanir í aðrar kvikmyndir, Indiana Jones, Rambo, Gandhi, Conan, Close Encounters of the Third Kind o.fl., eru grátbroslegar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er týnd/stolin á hverri einustu leigu, ef einhver á hana.. þá er hann heppinn. Getur einhver hjálpað mér að eignast hana? Ein af fyndnustu myndum sem ég hef séð.. :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Að sjá UHF aftur eftir 10 ár var skemmtilegt, en þessi mynd sló heldur betur í gegn hjá mér og mínum vinahóp á gagnfræðiskólaárunum. Hún fjallar um náunga með ofvirkt ímyndunarafl sem fær óvænt tækifæri til að stjórna lítilli sjónvarpsstöð sem er á barmi gjaldþrots. Með vægast sagt óhefðbundnum dagskrárliðum á borð við ''Conan the Librarian'' og ''Wheel of Fish'' tekst honum að koma stöðinni á réttan kjöl en það eru stærri fiskar í sjónvarpsgeiranum en hann og líst þeim illa á þróun mála. Þess má geta að hér er snillingurinn Michael Richards, betur þekktur sem Kramer úr Seinfeld, að koma fram í einu af sínum fyrstu hlutverkum og skilar hann óborganlegri frammistöðu sem húsvörðurinn Stanley Spadowski. Myndin hefur ekki alveg sömu töfra í dag og hún hafði fyrir 10 árum en engu að síður er þetta frábær skemmtun fyrir alla sem kunna að meta léttgeggjaðar gamanmyndir. Ég lýk þessari umfjöllun með lífsseigustu línunni úr þessari mynd: ''In our next episode: Lesbian Nazi hookers abducted by UFO's and forced into weight-loss program''.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.09.2020

Bestu „gervimyndir“ kvikmyndasögunnar

Vissuð þið að Arnold Schwarzenegger hefur leikið Hamlet? Og að það hafi verið gert framhald af Gandhi? Og Pineapple Express? Reyndar gerðist ekkert af þessu í alvöru heldur bara í skálduð...

12.12.2017

Sádí-Arabía afléttir banni kvikmyndahúsa

Stjörnvöld í Sádí-Arabíu hafa aflétt banni kvikmyndahúsa í landinu og er áætlað að opna nýja bíósali um landið allt í mars á næsta ári. Bannið var í gildi í rúma þrjá áratugi eða nánartilekið frá árinu...

25.06.2014

Norður-Kórea hótar stríði gegn BNA vegna Rogen og Franco

Norður-Kórea hefur opinberlega hótað stríði gegn Bandaríkjunum vegna nýjustu mynd grínleikaranna Seth Rogen og James Franco, aðalleikara mynda eins og Pineapple Express og This is The End. Hótunin kemur vegna nýrrar myndar sem væntanleg er frá þeim félögum, The Interview, en...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn