Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Love Liza 2002

A Comic Tragedy

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Wilson Joel er í vanda staddur. Hann er með óþolandi óróa innvortis, en hann reynir að halda jafnvægi í lífi sínu. Hann reynir að vinna sig út úr skyndilegu og óútskýranlegu sjálfsmorði eiginkonu sinnar. Tengdamóðir hans er til staðar, en hún hættir fljótt að vorkenna honum. Vinnuveitandi hans virðist vilja hjálpa honum, og vinnufélagi hans vill sjálf... Lesa meira

Wilson Joel er í vanda staddur. Hann er með óþolandi óróa innvortis, en hann reynir að halda jafnvægi í lífi sínu. Hann reynir að vinna sig út úr skyndilegu og óútskýranlegu sjálfsmorði eiginkonu sinnar. Tengdamóðir hans er til staðar, en hún hættir fljótt að vorkenna honum. Vinnuveitandi hans virðist vilja hjálpa honum, og vinnufélagi hans vill sjálf komast yfir hann. En ekkert hjálpar þetta Wilson, þannig að hann leitar í eitthvað til að sefa sársaukann. Það er hvorki áfengi eða eiturlyf, heldur gufur úr bensínbrúsum og límtúbum, og hann kynnist einnig áhugafólki um módelsmíði. En ekkert nær að friða hugann til langframa. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Love Liza er enn ein gæðamyndin sem ratar beint á myndband hér á landi. Þessi kvikmynd hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim og unnið þar til verðlauna. Love Liza fjallar um vefsíðuhönnuðinn Wilson Joel (Philip Seymour Hoffman). Konan hans fellur fyrir eigin hendi og Wilson er ekki alveg tilbúinn til að sætta sig við það. Hann lokar sig frá raunveruleikanum og treystir á vinskap vinnufélaga sinni og tengdamóður (Kathy Bates). Hann sækir í vímuefni til að flýja þá köldu staðreynd að konan hans er dáin. En raunveruleikinn sækir að honum úr öllum áttum og uppgjörið við raunveruleikann er óumflýjanlegt. Love Liza er mynd í hæsta gæðaflokki. Philip Seymour Hoffman (Happiness, Flawless, Red Dragon) sýnir stjörnuleik í þessari mynd. Aðrir leikarar standa sig vel og þá sérstaklega Kathy Bates. Leikstjórnin er þétt í höndum hins óreynda leikstjóra Todd Louiso. Handritið er skothelt. Love Liza er sannkallaður gullmoli sem ég mæli hiklaust með.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn