Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

White Oleander 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Where does a mother end and a daughter begin?

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Astrid Magnussen er 15 ára gömul og býr í Kaliforníu. Móðir hennar, hin fallega Ingrid, er ljóðskáld. Þær lifa óvenjulegu en góðu lífi, þar til að dag einn að maður að nafni Barry Kolker birtist og Ingrid verður ástfangin af honum, en hann særir hana hjartasári. Í hefndarskyni þá myrðir Ingrid Barry með eitri úr uppáhalds blómi sínu: The White Oleander.... Lesa meira

Astrid Magnussen er 15 ára gömul og býr í Kaliforníu. Móðir hennar, hin fallega Ingrid, er ljóðskáld. Þær lifa óvenjulegu en góðu lífi, þar til að dag einn að maður að nafni Barry Kolker birtist og Ingrid verður ástfangin af honum, en hann særir hana hjartasári. Í hefndarskyni þá myrðir Ingrid Barry með eitri úr uppáhalds blómi sínu: The White Oleander. Hún fer í lífstíðarfangelsi, og Astrid er send á upptökuheimili. Hún heldur sambandi við móður sína með bréfaskriftum í fangelsið. Ingrid hafði kennt Astrid að lifa af í hörðum heimi, en Astrid kennir móður sinni um ástina. ... minna

Aðalleikarar


'White Oleander' er hvorki frábær mynd né léleg. Hún fjallar um dóttur konu sem myrðir kærasta sinn, og hvernig glæpur móður hennar hefur djúp áhrif á allt hennar líf. Nokkrum klukkustundum eftir að móðirin hefur verið handtekin er bankað á dyrnar hjá henni og henni sagt að taka saman föggur sínar, en hún hefur aðeins fimmtán mínútur til þess og á nú að senda hana í fóstur. Myndin er kaflaskipt á svolítið afgerandi hátt. Þáttur 1: Líf Astrid með móður sinni, Claire, sem leikin er á mjög sannfærandi hátt af Michelle Pfeiffer. Samband þeirra tengir alla aðra þætti saman. Ég hef ekki séð þessa hlið á Pfeiffer áður, hún er reyndar hörð og grimm, svipuð Catwoman í Batman, þar sem hún geislaði af sér í svörtum latex-galla, margfalt flottari en Halle Berry fyrr á þessu ári. Önnur hlið á hennar karakter er skækja sem svífst einskis til að setja sjálfa sig í fyrsta sæti, sama hvað það kostar fólkið í kringum hana. Hún er ofurgreind en eigingjörn, spilar með líf annarra án miskunnar. Þriðja hlið hennar er þegar móðirin loks skín í gegn - hún er kannski illmenni, en samt býr eitthvað innan með henni sem kalalr fram það litla góða sem hún hefur yfir að bjóða - móðureðlið. Annar þáttur myndarinnar fjallar um fyrsta fósturheimili Astrid þar sem persónurnar eru vægast sagt mjög lítríkar 'frelsaðar' manneskjur með vandamál í bakgrunninum. Þriðji þátturinn fjallar um dvöl Astrid á fósturheimili þar sem hún kynnist loks strák sem henni líkar við. Fjórði þátturinn er stuttur en góður, þar sem Astrid lendir á fósturheimili hjá fyrrum kvikmyndastjörnu, leikinni af Renee Zellweger, sem sýnir á sér góðar hliðar. Þær Renne Zellweger og Michelle Pfeiffer eiga saman besta atriðið í myndinni, þar sem Pfeiffer rústar einfaldlega tilfinningalífi persónunnar sem Zellweger leikur. Í fimmta þætti er Astrid loks í uppreisn gegn móður sinni og samfélaginu, og gerir loks upp við móður sína. Efnislega er sagan mjög áhugaverð, en myndin er samt ansi misjöfn. Tónlistin fannst mér frekar væmin og atriðin kannski aðeins lengri en þau þyrftu að vera. Mér fannst vanta meiri drifkraft í myndina, en hún lítur út eins og heimildarmynd. Sumir kaflarnir voru mjög góðir, en aðrir bara sæmilegir. Ég á erfitt með að mæla með þessari mynd fyrir alla, en er samt nokkuð viss um að mæður hefðu áhuga á henni, og svo ég úthelli fordómum mínum: þetta er konumynd sem krefst tveggja og hálfs vasaklúts.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn