Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er ágætis mynd í alla staði. Plotið í myndinni hefði mátt vera örlítið betra en að sjálfsögðu er þetta mösst fyrir alla Steven Seagal aðdáendur að sjá. Eins og í öllum öðrum myndum leikur Steven hörkutól sem að enginn nær að buga.
Ja Rule er hér í sinni fyrstu mynd og tekst vel til. Þetta er mynd sem er blanda af svakalegum hasar og gríni. Það er alveg þess virði að kíkja á þessa mynd.
Þá má eigi miklu muna um hvað tvíræður titillinn eigi við. Myndina eða leikferil þeirra Seagal og Ja Rule.
Nóg var af látunum, og hávaðanum. Og fannst mér allan tímann eins og ég væri að horfa á 2 tíma langt og leiðinlegt rappmyndband. Því ekki var músíkin til að hrópa húrra fyrir. Trúverðugleiki myndarinnar var enginn og fílíngurinn eins og að horfa á Santa Barbara, því maður vissi og hafði á tilfinningunni allan tímann að þetta væri í stúdíói. Leikararnir flest allir undir meðallagi. Og Seagal að gera enn eina eins myndina á nýjum stað með nýju nafni, og þessi slöppust af þeim öllum.
Myndin með Seagal þar áður, sem ég í svipinn man ekki hvað hét. Var mun betri.
Sumsé þreytandi hávaði í 2 tíma.
Þetta er án vafa ein allra besta hasarmynd frá því að Eraser kom út. Seagal snýr hér aftur í sinni bestu mynd ásamt Ja Rule sem er hér að leika í sinni fyrstu mynd og kemst skítsæmilega frá því. Einna helst hefði mátt minnka rappið í myndinni.
Þessi mynd er alger töffara mynd sem allir steven seagal aðdáendur ættu að sjá.Svalasta atriði myndarinnar er án vafa þegar hann er að lúskra á einum fangaverðinum og kemur með sígildan seagal brandara sem eru ætíð fyndnir og skemmtinlegir.Eins og allir kvikmynda unnendur ættu að vita er þetta firsta mynd Ja Rules hann er ágætlega góður í henni. Samt eru slagsmál, ágætis húmor og sprengingar aðalatriðið í myndinni. Þannig að ef þú átt 800 kr sem þú hefur ekkert að gera við farðu þá og sjáðu þess. Án efa töff mynd
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
24. janúar 2003
VHS:
9. júlí 2003