Náðu í appið

Altar Boys 2002

(The Dangerous Lives of Alter Boys)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Forgive me father, for I am 14.

104 MÍNEnska
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 69
/100

Tveir klárir en uppreisnargjarnir drengir á áttunda áratugnum í Savannah, þeir Francis Doyle og Tim Sullivan, berjast við að láta sér ekki leiðast, við hormóna og stranga kennara, og leita að einhverjum tilgangi utan veggja skólans. Francis er frábær listamaður, og býr til ævintýraheim í stílabókum sínum, og þar á meðal aukasjálf í formi teiknimyndahetja,... Lesa meira

Tveir klárir en uppreisnargjarnir drengir á áttunda áratugnum í Savannah, þeir Francis Doyle og Tim Sullivan, berjast við að láta sér ekki leiðast, við hormóna og stranga kennara, og leita að einhverjum tilgangi utan veggja skólans. Francis er frábær listamaður, og býr til ævintýraheim í stílabókum sínum, og þar á meðal aukasjálf í formi teiknimyndahetja, fyrir þá vinina. Þegar hin ofur stranga systir Assumpta kemur höndum yfir stílabækurnar dag einn, þá ákveða drengirnir að hefna sín, sem á síðan eftir að breyta lífi þeirra til frambúðar. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Svipaðar myndir


Gagnrýni (4)


Að mínu mati finnst mér Altar Boys ver hrein SNILLD, og ég hvet alla til þess að sjá hana. Hún er líka þekkt sem : The Dangerous Life Of The Altar Boys. Það eru bæði ungir og gamlir leikarar í henni sem sýna frábærann leik. Myndin fjallar um tvo vini sem eru í kaþólskum skóla sem eru (eða allaveganna einn af þeim) miklir vandræðagemsar. Þeir sem hafa ekki séð þess mynd og langar að sjá hana HÆTTIÐI NÚNA að lesa. Þeir ákveða með tveim öðrum vinum sínum að taka styttuna af heilögu Agöthu(sem er einhver heilög kaþólsk kona sem var uppi fyrir mörgum árum síðan). Þeir taka hana og morgunin eftir í skólanum sjá þeir að allir eru í sjokki eftir þetta. Þeir senda bréf til skólans og á því stendur : Ef þið viljið fá styttun aftur gefið okkur milljón dollara og farið með 666 maríubænir. Þeir ákveða síðan að reyna að ná fjallaljóni úr dýragarði og fara með það inná skrifstofu kennar þeirra þannig að hún fái hjartaáfall þegar hún myndi sjá fjallaljónið. Mér finst þessi mynd vera mjög góð og ég gef henni fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Altar Boys er mjög skemmtileg gamandrama, í anda Stand By Me ofl. Myndin fjallar um líf kórdrengja sem eru alltaf að gera myndasögur sem fjalla um að þeir eru ofurhetjur að berjast við vondu nunnuna (Jodie Foster,Silence Of The Lambs) og öll prakkarstrikin þeirra. Á milli í myndinni er bætt inn á teiknimyndaatriðum en Foster stendur sig alveg ágætlega en hefði getað gert betur. Annars er Altar Boys hin fínasta mynd sem ég mæli með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já ég kom heim eitt kvöldið og þá hafði systir mín leigt þessa mynd sem að ég hafði bara aldrei nokkurn tímann heyrt um og ég skellti mér bara á það að horfa á hana svona til þess að sofna yfir henni, nema hvað að hún hélt bara athygli manns allan tímann.

Þetta er bara svona í grófum dráttum unglingamynd um tvo alvarlega ruglaða 14 ára stráka og þeirra þroskasaga, einnig er gaman að sjá að einhver af Culkin bræðrunum skuli enþá vera að gera eitthvað og fannst mér hann bara nokkuð góður í þessari mynd. Eina sem að mér fannst svoldið svona einkennilegt við myndina var það að sjá þessar meik ádd senur hjá öðrum stráknum og annari 14 ára stelpu, virkaði bara einhvern vegin frekar rangt að horfa á það.

Allavega þetta var nokkuð góð mynd og ég myndi alveg mæla með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Altar Boys er mjög góð grín og drama mynd um vini sem eru aðeins á móti kerfinu.

Ég veit að nafnið The Dangerous Live Of Altar Boys er nú ekki beint til þess að maður sækist í myndina, en ég kvet ykkur til þess að láta það ekki aftra ykkur, því að myndin er mjög góð.

Allir leikararnir sem koma að henni bæði ungir og gamlir sýna mjög góðan leik, handritið er líka mjög gott og sagan er hnitmiðuð og eru engin óþarfa atriði í myndinni sem gera hana langdregna.

Í myndinni koma inn klippur úr teiknimynd en vinina dreymir um að gera teiknimyndasögu, þetta gæti hinsvegar farið í taugarnar á einhverjum, þessi innskot eru hinsvegar flott gerð og skemmtileg að mínu mati.

Mæli eindregið með þessari mynd hún er skemmtileg, findin og vel leikin. Vel þess virði að sjá í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn