Náðu í appið
Öllum leyfð

Respiro 2002

(Grazia's Island)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. júní 2003

95 MÍNÍtalska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Hjartnæm og falleg ítölsk kvikmynd um nána fjölskyldu sem býr í smábæ á lítilli eyju. Bæjarbúar líta á frjálslyndi og lífsgleði móðurinnar sem glyðruskap og ábyrgðarleysi og veldur það fjölskyldunni vandræðum.

Aðalleikarar


Þessi mynd virðist falla mjög misjafnlega í kramið hjá fólki, annaðvhort finnst fólki þetta vera meistaraverk eða bara almennt of róleg og þreytandi mynd.'Eg fell í fyrri hópinn því þessi mynd er að mínu mati hreint frábær og myndatökurnur er snilldarlega uppsettar.Myndin er mjög Evrópsk og kannski skiljanlegt fólk sem er vant hröðum bandarískum afþreyingarmyndum hafi ekki þolinmæði í að horfa á hana.Myndin er hæg og mjög róleg, en það er bara einhvað við þessa mynd sem fær mann til þess að hafa það á tilfinningunni að maður sé partur af myndinni.Það er alveg ljóst að Crielsa hefur geypilega listrænt auga því uppsettningin á myndin er þvílík að að persónulega var ég oft á tíðum hugfanginn.Myndin hefur fengið ýmiskonar verðlaun en eins og ég hef áður sagt þá er þessi mynd ekki fyrir alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Respiro er ein af þessum myndum sem eru svo frábærar í einfaldleik sínum. Myndin fjallar um lífið í litlu sjávarþorpi á Ítalíu. Það virðist sem tíminn hafi látið þetta litla þorp alveg eiga sig og íbúarnir eru afskaplega nægjusamir og léttleikandi. Börnin leika sér daginn út og inn og fullorðna fólkið vinnur þegar það hefur tíma. Ekki er hlustað á lögregluna enda óþarfi að hafa lögreglu í friðsælum bæ sem þessum. Í þessum litla bæ býr kona ásamt þremur börnum sínum og eiginmanni. Hún fær ekki að vera hún sjálf þarf sem hún brýtur öll venjuleg ,,norm hinnar hefðbundnu konu. Þegar það á svo að vísa henni úr bænum tekur hún til sinna ráða. Respiro er afskaplega falleg mynd, allt umhverfið er eins og póstkort. Leikararnir eru frábærir og þá sérstaklega Valeria Golino í hlutverki móðurinnar. Söguþráðurinn er einfaldur og það er ekkert verið að flækja söguna neitt, hún er bara svona, skemmtileg í einfaldleik sínum. Mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn