Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Wendigo 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Some myths are real.

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

George er vinsæll atvinnuljósmyndari sem er kominn með nóg af vinnunni á skrifstofunni í Manhattan. Hann ákveður því að stinga af úr borginni ásamt eiginkonunni Kim og syninum Miles. George keyrir á dádýr á leiðinni út í sveit, og særir það illa. Þegar George stoppar til að skoða dýrið og bílinn, þá kemur reiður heimamaður, Otis, sem segir honum... Lesa meira

George er vinsæll atvinnuljósmyndari sem er kominn með nóg af vinnunni á skrifstofunni í Manhattan. Hann ákveður því að stinga af úr borginni ásamt eiginkonunni Kim og syninum Miles. George keyrir á dádýr á leiðinni út í sveit, og særir það illa. Þegar George stoppar til að skoða dýrið og bílinn, þá kemur reiður heimamaður, Otis, sem segir honum að hann og aðrir veiðimenn hefðu verið að elta dýrið. Þeir fara að rífast og George fer í mikið uppnám. Þegar George og Kim koma í kofann sem þau ætla að gista í, þá komast þau að því kofinn er við hliðina á landareign Otis. Eitthvað dimmt og hræðilegt leggst yfir kofann. Sjoppueigandi á leiðinni hafði sagt þeim frá Wendigo goðsögninni, hálfum manni og hálfu dádýri, sem getur breytt sér að vild, og nú fer sonur þeirra að ímynda sér að skepnan gæti átt þátt í óláni fjölskyldunnar.... minna

Aðalleikarar


Þegar maður horfir á mynd á borð við Wendigo hugsar maður með sér:'Hvað fór úrskeiðis?'. Ég geri mér grein fyrir því að hún er óháð og kostaði lítinn pening en með þessa grunnhugmynd hefði útkoman átt að vera góð. Allavega bjóst ég persónulega við svakalegri hrollvekju um hinn illa anda Wendigo en svo bara gerðist ekki neitt. Persónusköpunin hér er heldur ekki upp á marga fiska, Jake Weber kemur með vanmáttugan leik, Patricia Clarkson líka og Erik Per Sullivan sem annars er skemmtilegur í Malcolm in the middle þáttunum spilar illa úr hlutverkinu sem var strax nógu flatt fyrir. Svo er spennan í lágmarki og myndatakan slæm. Stjörnuna fær myndin fyrir drungalega stemmningu og atriðin þegar Wendigo var sýndur(en þau atriði eru samt bara ekki nógu mörg). Og eitt enn: Hvað var málið með indíánann í búðinni....?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.12.2021

Risastór rauður hvutti, hyrndur óvættur og Lafði Díana

Eins og svo oft áður fáum við góða blöndu af þrælspennandi nýjum myndum í bíó nú um næstu helgi sem snerta á ólíkum strengjum í hjörtum okkar. Ein er hrollvekja, önnur er hugljúf fjölskyldumynd og sú þriðja er sög...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn