Þegar maður horfir á mynd á borð við Wendigo hugsar maður með sér:'Hvað fór úrskeiðis?'. Ég geri mér grein fyrir því að hún er óháð og kostaði lítinn pening en með þessa grun...
Wendigo (2001)
"Some myths are real."
George er vinsæll atvinnuljósmyndari sem er kominn með nóg af vinnunni á skrifstofunni í Manhattan.
Bönnuð innan 16 ára
Kynlíf
BlótsyrðiSöguþráður
George er vinsæll atvinnuljósmyndari sem er kominn með nóg af vinnunni á skrifstofunni í Manhattan. Hann ákveður því að stinga af úr borginni ásamt eiginkonunni Kim og syninum Miles. George keyrir á dádýr á leiðinni út í sveit, og særir það illa. Þegar George stoppar til að skoða dýrið og bílinn, þá kemur reiður heimamaður, Otis, sem segir honum að hann og aðrir veiðimenn hefðu verið að elta dýrið. Þeir fara að rífast og George fer í mikið uppnám. Þegar George og Kim koma í kofann sem þau ætla að gista í, þá komast þau að því kofinn er við hliðina á landareign Otis. Eitthvað dimmt og hræðilegt leggst yfir kofann. Sjoppueigandi á leiðinni hafði sagt þeim frá Wendigo goðsögninni, hálfum manni og hálfu dádýri, sem getur breytt sér að vild, og nú fer sonur þeirra að ímynda sér að skepnan gæti átt þátt í óláni fjölskyldunnar.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir
Gagnrýni notenda (1)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráFramleiðendur
















