Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Crush fjallar um þrjár vinkonur á fimmtugsaldri sem hittast allavega einu sinni í viku til að fara yfir stöðuna í karlamálum. Þær eru einhleypar og sárvantar karlmann í líf sitt. Allar gegna þær virðingarstöðu í því samfélagi sem þær lifa í. Ein er skólastjóri, önnur er læknir og sú þriðja er lögreglukona. Skólastjórinn fer í jarðaför og hittir þar gamlan nemenda sinn. Hann er rétt skriðinn yfir 20 árin og þau elskast þarna í jarðaförinni. Upp úr því verður til ástarsamband sem vinkonur hennar eru ekki ánægðar með og reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að þetta samband gangi lengra. Það endar með skelfilegum afleiðingum. Crush er ein af þeim myndum sem koma þægilega á óvart með skemmtilegum leik og góðu handriti. Myndin er afskaplega ljúfsár og fyndin á köflum. Mæli með þessari.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$11.877
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
28. mars 2003
VHS:
12. júní 2003