Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er algjör snild ! Ég sá hana reyndar á videó í USA fyrir ca hálfu ári, Þetta er reyndar mynd sem er ekki auðvelt að lýsa, en svona til þess að gefa einhverja hugmynd um fyrir hverja þessi mynd er, þá má kannski segja að hún sé í flokki með myndum eins og Happiness og Bad boy Bubby. Myndin er um æskufélaga sem leiðir liggja saman hjá eftir margra ára aðskilnað, annar er félagslega brenglaður en hinn er orðin flottur töffari í góðu starfi, myndin lýsir í raun upplifun þeirra beggja er sá brenglaði fer að ofsækja töffarann. Í þessari mynd eru ótrúlega skemmtilegar persónur sem eru túlkaðar á frábæran hátt, mest megnis af fólki sem ekki hefur fegist við kvikmyndaleik áður. Ég mæli með því að þeir sem hafa gaman að öðruvísi myndum sleppi ekki þessari.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
13. nóvember 2001
VHS:
21. janúar 2002