Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Yamakasi 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. nóvember 2001

90 MÍNFranska

Þyngdarlögmálið eða lögreglan, þessir menn trúa ekki á nein lög. Unga fólkið í París tilbiður þá jafn mikið og lögreglan hatar þá. Þeir eru Yamakasi, nútíma samúræjar. Þeir eru með hæfileika sem loftfimleikamenn og telja sig ódauðlega. Þeir henda sér fram af háum byggingum, og stökkva þak af þaki. Allt sem heitir "læstar dyr" eða "bannaður... Lesa meira

Þyngdarlögmálið eða lögreglan, þessir menn trúa ekki á nein lög. Unga fólkið í París tilbiður þá jafn mikið og lögreglan hatar þá. Þeir eru Yamakasi, nútíma samúræjar. Þeir eru með hæfileika sem loftfimleikamenn og telja sig ódauðlega. Þeir henda sér fram af háum byggingum, og stökkva þak af þaki. Allt sem heitir "læstar dyr" eða "bannaður inngangur" er allt áskorun fyrir þá. En dag einn þegar þeir eru að framkvæma eitt af atriðum sínum, þá meiðist einn aðdáandi þeirra. Það er aðeins ein aðgerð sem getur bjargað stráknum, aðgerð sem fjölskyldan hefur ekki efni á.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Drepfyndin mynd sem er útfærsla leikstjórans Luc Bessons á ofurhetjum. Yamakasi er hópur sem geta klifrað á byggingum og hoppað hátt á milli staða og löggan er á eftir þeim. Þegar nokkri strákar eru að æfa sig að klifra til að reyna að vera eins og þeir dettur einn strákurinn úr tré og hann er með hjartagalla. Það eru ekki nægir peningar til að bjarga honum . Þá þarf hópurinn að stela frá ríkum með löggurnar á hælunum. Ég mæli með þessari mynd fyrir kvikmyndaunnendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Annað skipti á þessu ári sem ég fer í bíó og hef ekki hugmynd um að ég sé að fara á franska mynd! En eins og fyrra skiptið varð ég EKKI fyrir vonbrigðum. Áður en myndin byrjaði komu tveir af aðalleikurunum og heilsuðu upp á mannskapinn,það var mjög gaman. Þeir voru varla farnir út þegar ljósin slokknuðu og þvílíkt laisershow!!! Þegar það var búið var maður orðin verulega spenntur að horfa á þessa mynd, þvílík kynning! Myndin er verulega góð, hröð, skemmtileg og ekki skemmir fyrir að hún er á frönsku. Ég mæli eindregið með þessari mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð nú að seiga eins og er, þessi mynd var nú frekar slöpp. Luc Besson hefur nú gert betri myndir, reindar miklu betri myndir t. D. frábæru myndinna leon. En nó með það, þessi mynd er um nokkra menn sem eru í þessari klíku sem heitir Yamakasi. Og þeir hafa víst ekkert annað að gera enn að klifra upp á háhísi. Svo einn góðann veður dag er lítill gutti að nafni Jamel að herma eftir þeim, eins og margir aðrir krakkar í þessum bæ, og ætlar sér að klifra upp í tré, en hann er hjartveikur og má ekki klifra. En svo allt í einu tettur hann niður af trénu, og það leit út að það hefur verið mikill áverkur á hjarta hans, og það þarf nítt hjarta í hann og það í hvelli. En hængurinn er bara sá að foreldrar Jamels á ekki fyrir þessu nýa hjarta. Og nú ætlar þessi klíka að safna peningum fyrir hjartanu, og þið þurfið víst að fara á myndinna til að komast að því hvernig þeir gera það. Eins og ég sagði er þessi mynd ekki sértaglega góð. Þú getur nú alveg beðið eftir henni þángað til að hún kemur á spólu. En nokkur flott trikk hjá þessum leikurum sem leika áhættu atriðin sjálfir. Ég helt að ég gef henni bara eina og hálfa stjórnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyrst, frönsk spennumynd. 1/2 stjarna fyrir það strax! Franska er fullkomið tungumál fyrir spennumyndir (Voru það ekki frakkar sem komu fram með myndir á borð við Nikita?). Svo ég skellti mér á þessa mynd, kanski með of stórar væntingar. Ég bjóst við aksjóni frá byrjun en varð fyrir stórum vonbrigðum þegar ég uupgvötaði hvað myndin fjallaði um. Söguþráðurinn er einhverskonar gúddí-fílíng-fjölskyldu-Holívúdd saga sem 6 ára bróður minn hafði getað skrifað (það má taka það framm að höfundur þessarar greinar á engan litlabróður). Hann átti að bræða hjartað okkar... sem gékk ekki alveg (ég grét heldur yfir Clockwork Orange!). Ég get haldið áfram að kvarta undan söguiþráðinum en ég ætla að skrifa doktortsritgerð um það seinna hversu lélegur hann var. Síðan er það þessar blessaðar persónur. Aðalpersónunar eru einhverskonar hetjur úr fátækra hverfi Parísar og áttu að vera í einhverskonar hróa-höttar hlutverki. Þær meika ekki sens og það er ekkert bak við hugsanir og aðgerðir þeirra. Er það bara ég sem skil ekki hversu djúp þessi mynd er, eða ætti Luc Besson bara að halda sig við að leikstjóra myndirr, ekki skrifa þær! Annars var leikstjórnin mjög fín og atriðin almennt mjög fín! Klipping með þeim betri og áhættuatriðin bara ansi flott! Þetta er ágæt skemmtun ef þú hefur ekkert betra að gera við tíman þinn, þá er þetta ágætis afþreying. En ekki búast við neinni snild í þessari mynd sem Luc Besson hefur sett í myndir sínar áður!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd og hélt að hún væri rosalega góð.. ég var á henni og var farinn að vera spenntur að sjá hana því að eins og Fifht Element er hreinasta snilld og hélt því að hér væri kominn önnur slík snilld... neinei ég ætlaði að fara í hléinu og ég náði næstum því að sofna í yfir leiðindum en samt langaði manni að sjá seinni helminginn því að þá voru þeir farnir að sýna almennilega listir. Og ekki bætti það við að það var á frönsku og það er pirrandi tungumál.. þótt það væri íslenskur texti
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn