Náðu í appið

O 2001

(The One)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. nóvember 2001

Nothing comes between two people's love, like one person's jealously

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 53
/100

Duke Goulding er harður þjálfari, og gerir sitt ítrasta til að leiða körfoboltalið heimavistarskólans, The Hawks, sem nær eingöngu er skipað hvítum leikmönnum, til sigurs, ár eftir ár. Syni hans, Hugo, finnst hann ekki metinn af verðleikum innan liðsins af pabba sínum, þrátt fyrir að hann leggi mikið á sig til að vera bestur, og ekki skánar það þegar... Lesa meira

Duke Goulding er harður þjálfari, og gerir sitt ítrasta til að leiða körfoboltalið heimavistarskólans, The Hawks, sem nær eingöngu er skipað hvítum leikmönnum, til sigurs, ár eftir ár. Syni hans, Hugo, finnst hann ekki metinn af verðleikum innan liðsins af pabba sínum, þrátt fyrir að hann leggi mikið á sig til að vera bestur, og ekki skánar það þegar pabbi hans útnefnir Odin James sem besta leikmanninn, en Odin er eini blökkumaðurinn í liðinu. Pabbinn meira að segja segist elska Odin eins og son sinn. Hugo, sem allir í skólanum elska, ákveður nú að ná sér niðri á þeim sem stálu heiðrinum frá honum. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Við vorum nokkur sem fengum miða á þessa mynd. Og já, það er mjög gaman að bregða sér í bíó á tyllidögum og verða vitni að heimsbókmentum verða hollívúdderaðar. Á stundum tekst ætlunarverk handritshöfundanna og þeirra sem stóðu að gerð þeirra mynda, en með O er skrefið tekið út í skóg óvissunar. Shakespeare hefur nú endanlega velt sér yfir í gröfinni, og má með sanni segja að það hafi legið í loftinu, í þó nokkuð langann tíma. Það eina sem ekki er myndinni til minkunnar er þó ágætur leikhópur, sem greinilega hefur enga hugmynd um Shakespeare, þó það megi liggja milli hluta. Finnst mér nú nóg komið af Unglingathrillerum, Gelgjuskrækjumyndum og þ. f. e. g. Finnst mér að þeir handritshöfundar, og einnig stjórendur kvikmyndafyrirtækjanna, ættu nú að opna fyrir sköpunargáfurnar og hætta að ofnýta allar þær hugmyndir sem fram hafa komið síðustu aldirnar. Heimurinn er fullur af efni, sem bíður þess að vera hollívúdderað. En mælirinn fyllist, og var 0, Óið sem fyllti mælinn í öskrum þeirra sem skáldskapargyðjan leikur um.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

O fjallar um Odin James sem er eini nemandinn í skólanum sínum sem er svartur. Hann er mjög góður í körfubolta og var valinn besti leikmaður ársins, og sem að gengur mjög vel í sambandi sínu við Desi. En það er einn sem líkar ekki við hann: Hugo. Hann vill að allt gangi í óhag hjá honum vegna þess að þjálfarinn hans treystir meira á Odin en Hugo og þá fær hann hugmynd að áætlun: Hann ætlar að slíta sambandi hans við Desi. Og ég ætla ekki að segja neitt um þessa, sem mér fannst hin fínasta mynd, miðað við hvað ég hélt að myndin væri allt öðruvísi. Myndin byrjar ekki fyrir alvöru ekki fyrr en að seinni hlutinn byrjar. Það var nánast ekkert margt búið að gerast í fyrri hlutanum en seinni hlutinn er alveg frábær og það er hann sem toppar þessa mynd alveg. Þetta er allavega mín skoðun á myndinni. Svo farið og sjáið þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn