Náðu í appið
Öllum leyfð

AntiTrust 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. ágúst 2001

Truth can be dangerous... Trust can be deadly.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 31
/100

Myndin fjallar um tölvusnillinginn Milo Hoffman sem haslar sér völl á sviði forritunar eftir að námi lýkur í Stanford háskólanum. Þegar hann er að leita sér að starfi þá kemst hann í samband við Gary Winston, en persóna hans er lauslega byggð á Bill Gates stofnanda Microsoft. Winston er forstjóri fyrirtækisins NURV, sem er um það bil að ljúka þróun... Lesa meira

Myndin fjallar um tölvusnillinginn Milo Hoffman sem haslar sér völl á sviði forritunar eftir að námi lýkur í Stanford háskólanum. Þegar hann er að leita sér að starfi þá kemst hann í samband við Gary Winston, en persóna hans er lauslega byggð á Bill Gates stofnanda Microsoft. Winston er forstjóri fyrirtækisins NURV, sem er um það bil að ljúka þróun á alheims samskiptaforritinu Synapse. Þeir vilja fá Hoffman til að hjálpa sér að ná markmiði sínu, og eftir nokkra umhugsun og eftir að hafa ráðfært sig við kærustuna Alice, þá tekur hann starfið að sér. Stuttu síðar dynur harmleikur yfir og Milo fer að gruna fyrirtækið um að tengjast honum. Hann áttar sig á því að það að treysta engum er hugsanlega mistök, og ekkert er sem sýnist. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi kom mér skemmtilega á óvart enda bjóst ég ekki við miklu af þessari. Myndin fjallar í stórum dráttum um Gary Winston sem örugglega er byggður á Bill Gates og því hversu langt hann gengur til að verja sig gegn samkeppni. Meðal leikara eru Ryan Phillippe ( Var frábær í Cruel Intentions) og Tim Robbins (Shawshank Redemption og Arlington Road). Fín ræma, rennur vel í gegn sem gerir hana álitlegan kost þegar hún kemur á leigurnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

AntiTrust er ágætismynd. Helsti galli myndarinnar er sá að hún er of fyrirsjáanleg og nær því aldrei að byggja upp almennilega spennu. Það hefði hún svo sannarlega getað gert. Allir leikarar standa sig ágætlega, þó svo að persónusköpunin sé ekki mjög merkileg. Hugmyndin er góð en það væri hægt að gera enn betri mynd úr henni. Þessi mynd er eiginlega bara svona videospóla, bíðið þangað til að hún kemur út á spólu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrátt fyrir slaka gagnrýni leit ég á það sem skyldu mína sem tölvunarfræðing að kíkja á Antitrust, ég átti von á frekar slakri mynd en raunin var að myndin kom mér skemmtilega á óvart. Söguþráðurinn fjallar um nýútskrifaðan tölvunarfræðing að nafni Milo sem er boðin vinna hjá stórfyrirtækinu NURV (sem er byggt meira eða minna á Microsoft fyrirtækinu). Þrátt fyrir að NURV vinni ekki beint samkvæmt hugsjónum hans verður til vinátta milli hans og stjóranda NURV, Gary Winston, en persóna hans á að minna sterklega á Bill Gates. En Adam er ekki lengi í paradís því fljótlega kemur í ljós að það er eitthvað dularfullt við starfsemi NURV og Milo finnur sig í erfiðri stöðu gagnvart aðilum sem svífast einskis til að vernda fyrirtækið. Ljósu punktarnir eru að handritið er ágætt og kemur nokkrum sinnum á óvart ásamt því sem tæknileg ónákvæmni er ekki eins hroðaleg og í flestum myndum sem tengjast tölvum. Leikarar standa sig svona í meðallagi en Tim Robbins veldur dálitlum vonbrigðum í hlutverki óprúttna stjórnandans. Það er alveg ljóst að þessi mynd er ekki fyrir alla, en þeim sem hafa einhverja þekkingu á tölvubransanum ætti allavega ekki að leiðast.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mikið af atriðum í myndinni gerðu mig orðlausa því ég þurfti að hafa vel fyrir því að reyna að skilja tölvumálið. Myndin nær ekki að ná upp neinni spennu, spennuatriðin eru fyrirsjáanleg og standa ekki undir sínu. Ryan Philippe er allt í lagi í hlutverki sínu sem Milo forritari. Milo er eini sæti forritarinn sem á kærustu, og það þykir óvanalegt (kemur fram í myndinni). Forritarnir viðurkenna að þeir séu algerir nördar og finnst það allt í lagi. En í heild leiðinleg mynd. Í endann á myndinni þegar allur sannleikurinn kemur í ljós, þá verður hún hallærislegri en allt. Ekki sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ryan Phillippe sýnir á sér nýja hlið í þessari sem Milo Hoffman ungur og upprennandi forritari sem fær vinnu hjá NURV, fyrirtæki í eigu Gary nokkurs Winston sem leikinn er af Tim Robbins. Þessi mynd byrjar ekkert of vel, manni finnst maður vera mataður af upplýsingum í byrjun þegar Milo og vinir hans eru kynntir til sögunnar, sem er aldrei gott. En myndin nær sér á gott flug og Peter Howitt leikstjóri (Sliding Doors) nær að byggja upp spennu sem er vel 800 kr. virði. Þetti er mjög góð afþreying sem fléttar saman tækni, spennu og mannlegt eðli. Milo grunar fyrirtækið um spillingu og upp vakna siðferðilegar spurningar sem Milo þarf að spyrja sjálfan sig að. Tónlistin í myndinni er prýðisgóð Tim Robbins er sérstaklega góður sem Gary Winston. Frammistaða annarra leikara er ágæt en Ryan Phillippe hefur verið betri (t. D í Way of the gun) og vinnur engan leiksigur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn