Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hallærislega léleg kvikmynd um hund sem er þjálfaður af FBI. Hundurinn bítur Mafíu foringja( Paul Sorvino) og þá lætur Mafíu foringinn drepa hundinn en hundurinn fer í felur. Meiri klósetthúmor en í South Park kvikmyndinni. Paul Sorvino sýnir góða takta sem mafíu foringinn og líka Michael Clarke Duncan sem hundaþjálfarinn en allt annað í myndinni er hörmung!
Mér fannst þessi mynd ÆÐI! Ég fékk magakrampa út af einu atriði sem gerist í gæludýraverslun og er svona grín hasar sem þið verðið að sjá! En annars stendur David sig mjög vel sem póstmaður sem er með hernaðarplön fyrir hvern og einn hund í götunni sem hann þarf að bera út í. Bréfberar á islandi verða að kíkja á þessa, þeir vita hvað ég er að tala um ;) En þetta er skemmtileg mynd, röð óhappa veldur því að David Arquette neyðist til að passa lítinn strák sem á mjög fallega mömmu sem er á lausu og David er að gera hosur sínar grænar fyrir henni. Hann og litli strákurinn verða mjög góðir félagar og gera margt skemmtilegt sem mamma leyfir ekki og þá fara ævintýrin að gerast. Pottþétt skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros.
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
1. júní 2001
VHS:
20. desember 2001