Náðu í appið
Cherry Falls
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Cherry Falls 2000

Frumsýnd: 27. apríl 2001

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 59% Critics
The Movies database einkunn 5
/10

Hér er á ferðinni frábær hrollvekja á gamansömum nótum. Myndinni hefur verið líkt við Scream og American Pie. Myndin er í leikstjórn Geoffrey Wright sem gerði síðast Romper Stomper með Russel Growe. Leikarar myndarinnar eru Jay Mohr (Jane Austen's Mafia, Small Soldiers, Jerry Maguire, Picture Perfect), Brittany Murphy (Clueless, Girl Interrupted) og Michael Biehn... Lesa meira

Hér er á ferðinni frábær hrollvekja á gamansömum nótum. Myndinni hefur verið líkt við Scream og American Pie. Myndin er í leikstjórn Geoffrey Wright sem gerði síðast Romper Stomper með Russel Growe. Leikarar myndarinnar eru Jay Mohr (Jane Austen's Mafia, Small Soldiers, Jerry Maguire, Picture Perfect), Brittany Murphy (Clueless, Girl Interrupted) og Michael Biehn (Terminator, Aliens, The Abyss, The Rock). Myndin gerist í rólegum smábæ, Cherry Falls sem er líka dæmigerður svefnbær. En þegar þrjár ungar námsmeyjar menntaskólans, George Washington eru drepnar á hrottalegan hátt hleðst spennan up. Stelpurnar áttu allar eitt sameiginlegt, þær voru allar hreinar meyjar. Bæjarfógetinn Brent Marken (Michael Biehn) kallar til bæjarfund til að ræða þessi hrikalegu morð. Bæjarfundurinn leysist upp í algjöra vitleysu og mitt í allri ringulreiðinni er fjórða ungmennið drepið með köldu blóði. Brent gerir allt til að vernda dóttur sína, Jody (Brittany Murphy) enda hefur hann sínar grunsemdir um hver morðinginn er og það sem meira er, hann telur fyrir víst að dóttir sín sé enn óspjölluð eða hvað! Nemendur menntskólans, George Washington í Cherry Falls ákveða síðan að halda heljarinnar svallveislu þar sem allir eiga að afmeyjast en svo virðist að morðinginn ráðist bara á óspjallaðar ungar meyjar. Sem sagt, þú verður að afmeyjast, eða drepast ella. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Ótrulega slöpp mynd sem á ekki skilið að verða sínd í bíó. Ílla leikinn lélegt handrit og bara öll áferðinn er léleg með sama pening og þessi mynd var gerð hefði maður getað gert eithvað mun betra.

mæli als ekki með þessari mynd, tímasóun dauðans.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er leiðinleg,illa leikinn og hræðileg í alla staði. Mjög þunn mynd hér á ferð. Mér leið hálf illa þegar ég var að horfa á hana og hugsaði um það eitt hversu illa ég væri að fara með lífið mitt að eyða rúmum tveimur tímum í þetta og hvað þá að hafa borgað fyrir þessa vanlíðan. Það er ekki þess virði að spinna upp um hvað hún fjallar því það er eru ekkert nema tálsýnir líkt og trailerinn. Það er eitt gott atriði í allri myndinni sem stóð yfir í innan við hálfa mínútu. Gerið ykkur dagamunn og sleppið því að fara á þessa mynd og verið ánægð með ykkur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn