Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þegar ég fór á þessa mynd vissi ég ekkert hvað ég var að fara að sjá og það var eins gott. Ég ætla þessvegna ekki að segja neitt frá henni því þá kemur hún ykkur örugglega jafn skemmtilega á óvart og hún kom mér. Skemmtilegt plott og á köflum meinfyndin og alveg prýðisskemmtun.
Ekki get ég ímyndað mér hvernig hægt var að fá jafn þekkta leikara og Söndru Bullock og Liam Neeson til þess að leika í þessari þvælu. Myndin snýst í raun um lögreglumann sem er í dulargervi og tilraunir hans til þess að sigrast á óttanum sem fylgir starfinu og endurheimta eðlilega virkni meltingarkerfis síns um leið og hann verður ástfanginn af fallegri hjúkrunarkonu - eftir að hann fær stólpípu hjá henni. Alveg grínlaust þá er þetta beinagrind söguþráðarins. Sandra Bullock er í svona tæplega einum fimmta af myndinni og í raun varla hægt að kalla hana rómantíska gamanmynd (eða jafnvel gamanmynd) þó hún sé markaðssett sem slík. Leikararnir vita ekki hvað þeir eiga að gera við sig á milli þess að flytja eina fáránlegu línuna af annarri úr handritinu, Sandra Bullock á einn góðan brandara og Oliver Platt leikur reyndar persónu sem er á tíðum skondin en að öðru leiti er leikur tæplega í meðallagi. Hvort þetta átti að vera rómantísk gamanmynd eða glæpamynd veit ég ekki en það henni mistekst allavega hroðalega sem bæði. Ég get ekki ímyndað mér að margir muni hafa gaman af þessari - nema þeir hafi sérstakan áhuga á meltingarkvillum og/eða slakri kvikmyndagerð.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Hollywood Pictures
Kostaði
$10.000.000
Tekjur
$1.631.839
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
1. desember 2000
VHS:
30. apríl 2001