Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Gun Shy 2000

Frumsýnd: 1. desember 2000

The Agency's best has a bad case of nerves.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 26% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Fíkniefnalöggan Charlie Mayheaux sem vinnur á laun, lítur út fyrir að vera svalur, rólegur og með allt á hreinu, en innra með sér er hann taugaveiklaður og óttasleginn. Hann er að vinna beggja megin borðsins í að ráða niðurögum kólumbísks eiturlyfjahrings og mafíufjölskyldu frá New York, en yfirmaður hans vill ekki láta hann setja á svið handtöku fyrr... Lesa meira

Fíkniefnalöggan Charlie Mayheaux sem vinnur á laun, lítur út fyrir að vera svalur, rólegur og með allt á hreinu, en innra með sér er hann taugaveiklaður og óttasleginn. Hann er að vinna beggja megin borðsins í að ráða niðurögum kólumbísks eiturlyfjahrings og mafíufjölskyldu frá New York, en yfirmaður hans vill ekki láta hann setja á svið handtöku fyrr en stórar peningaupphæðir eru komnar á borðið. Allir eru með byssu á sér, og samningamaðurinn í New York er siðblindur gaur sem skýtur eista undan elskhuga leiðtoga eiturlyfjahringsins. Geðlæknir sendir Charlie í hópmeðferð, og hann byrjar að vera með hjúkrunarkonunni sem gaf honum stólpípu á sjúkrahúsinu. Hún trúir á hómópata meðferðir og því að líta björtum augum á hlutina. Með morð, skotbardaga og svik, er hægt að sá einhverjar bjartar hliðar á málunum? ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þegar ég fór á þessa mynd vissi ég ekkert hvað ég var að fara að sjá og það var eins gott. Ég ætla þessvegna ekki að segja neitt frá henni því þá kemur hún ykkur örugglega jafn skemmtilega á óvart og hún kom mér. Skemmtilegt plott og á köflum meinfyndin og alveg prýðisskemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekki get ég ímyndað mér hvernig hægt var að fá jafn þekkta leikara og Söndru Bullock og Liam Neeson til þess að leika í þessari þvælu. Myndin snýst í raun um lögreglumann sem er í dulargervi og tilraunir hans til þess að sigrast á óttanum sem fylgir starfinu og endurheimta eðlilega virkni meltingarkerfis síns um leið og hann verður ástfanginn af fallegri hjúkrunarkonu - eftir að hann fær stólpípu hjá henni. Alveg grínlaust þá er þetta beinagrind söguþráðarins. Sandra Bullock er í svona tæplega einum fimmta af myndinni og í raun varla hægt að kalla hana rómantíska gamanmynd (eða jafnvel gamanmynd) þó hún sé markaðssett sem slík. Leikararnir vita ekki hvað þeir eiga að gera við sig á milli þess að flytja eina fáránlegu línuna af annarri úr handritinu, Sandra Bullock á einn góðan brandara og Oliver Platt leikur reyndar persónu sem er á tíðum skondin en að öðru leiti er leikur tæplega í meðallagi. Hvort þetta átti að vera rómantísk gamanmynd eða glæpamynd veit ég ekki en það henni mistekst allavega hroðalega sem bæði. Ég get ekki ímyndað mér að margir muni hafa gaman af þessari - nema þeir hafi sérstakan áhuga á meltingarkvillum og/eða slakri kvikmyndagerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn