Náðu í appið
The Legend of Drunken Master

The Legend of Drunken Master 1994

(Drunken Master 2, Jui kuen II)

Old wine in a new bottle

102 MÍNKínverska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
7/10

Wong Fei-Hong snýr heim ásamt föður sínum eftir verslunarferð. Fei-Hong er óviljandi flæktur í átök á milli útlendinga sem vilja flytja út forna kínverska muni og stjórnhollra manna sem vilja ekki að munirnir fari úr landi. Fei-Hong er búinn að læra nýjan bardagastíl sem kallast Fyllerís-box, sem gerir hann að mjög hættulegum manni. Til allrar óhamingju... Lesa meira

Wong Fei-Hong snýr heim ásamt föður sínum eftir verslunarferð. Fei-Hong er óviljandi flæktur í átök á milli útlendinga sem vilja flytja út forna kínverska muni og stjórnhollra manna sem vilja ekki að munirnir fari úr landi. Fei-Hong er búinn að læra nýjan bardagastíl sem kallast Fyllerís-box, sem gerir hann að mjög hættulegum manni. Til allrar óhamingju þá er faðir hans andsnúinn því að hann taki þátt í hverskonar átökum, hvað þá fyllerís boxi. Þar af leiðandi þá þarf Fei-Hong ekki eingöngu að berjast við útlendingana, heldur þarf hann að yfirvinna andstöðu föður síns einnig.... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (4)


Þessi mynd er eins og flestar Jackie Chan myndir aðalsöguþráðurinn er slagsmál og smá húmor.

Það sem fór mest í taugarnar á mér er hvað hún er ofboðslega illa talsett.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er ein af mínum uppáhalds bardagamyndum. Hún er framhald af Drunken Master(1978). Ég á þessa mynd á kínversku þannig að ég er að tala um hana þegar það er ekki búið að talsetja hana á ensku. Þessi mynd hefur fínan söguþráð og er vel leikin sem er ekki svo algengt í svona bardagamyndum. Hún er fyndin, og líka svoltið alvarleg. Bardagaatriðin í myndinni eru geðveik, það er ótrulegt hvað drunken boxing er flott. (Drunken boxing eða Drunken fist er sérstakur kung fu bardagastíll.) Öll bardagaatriðin eru rosalega flott og vel gerð. Og endabaradaginn hefur oft verið talið besta bardagaatriði sem Jackie Chan hefur gert. Ég mæli með þessari snilldar mynd, en reynið að fá hana á kínversku ekki á ensku. Svo mæli ég líka með fyrri myndinni Drunken Master.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ansi óvenjuleg Jackie Chan-mynd þar sem hún er mun blóðugri en það sem maður hefur vanist frá honum hingað til, og hún er líka með alvöru söguþráð undir öllum látunum. Jackie kallinn leikur sama karakter og venjulega - sakleysingjann sem blandast óvænt inn í átök og læti. Hérna leikur hann ungan mann sem er meistari í drykkjuboxi, tegund af bardagalist sem mýkir líkamann og gerir hann þolnari fyrir sársauka. Vandamálið er að hann berst best þegar hann er haugafullur í alvörunni, og það er alveg bannað samkvæmt reglunum. Hann þarf svo að takast á við miður skemmtilega glæpamenn sem vilja ræna kínverskum listmunum og þar með arðræna menningarsögu landsins. Að venju skiptir sagan minna máli en slagsmálin, og það er ekki hægt að neita því að Chan er alveg hreint ótrúlega góður þegar að þeim kemur. Fimin og hraðinn eru meiriháttar og maður þreytist seint á að horfa á hann á fullu. Samt er einhvern veginn minni lífsgleði yfir myndinni en öðrum myndum Chans. Það er aðalvandamálið; ég er orðinn vanur því að hann sé alltaf voða glaður og allt sé svona frekar léttúðugt. En að því frátöldu er þetta hin sæmilegasta vídeómynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bara hinn týpiska Jacky Chan mynd. Gerð í kína og talsett illa á ensku, góð mynd flott atriði, húmorinn í fyrirrúmi og sársaukafull áhættuatriði. Góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn