Náðu í appið
Öllum leyfð

Tölum um Endó 2024

Frumsýnd: 17. apríl 2024

59 MÍNÍslenska

Tölum um ENDÓ er klukkustundar löng heimildarmynd þar sem rætt er við konur á ýmsum aldri um einkenni og áhrif sjúkdómsins endómetríósu á þeirra líf og störf. Sjúkdómurinn var áður kallaður legslímuflakk en nú er talað um endó í daglegu tali. 1 af hverjum 10 konum og einstaklingum sem fæðast með kvenkyns innri líffæri eru með sjúkdóminn endómetríósu... Lesa meira

Tölum um ENDÓ er klukkustundar löng heimildarmynd þar sem rætt er við konur á ýmsum aldri um einkenni og áhrif sjúkdómsins endómetríósu á þeirra líf og störf. Sjúkdómurinn var áður kallaður legslímuflakk en nú er talað um endó í daglegu tali. 1 af hverjum 10 konum og einstaklingum sem fæðast með kvenkyns innri líffæri eru með sjúkdóminn endómetríósu sem er krónískur bólgu og verkjasjúkdómur. Endófrumur valda samgróningum og bólgum sem geta skemmt líffæri. Ófrjósemi er einn helsti fylgikvilli sjúkdómsins en 30-40% kvenna sem glíma við endómetríósu kljást við ófrjósemi eða vanfrjósemi. Að meðaltali tekur um 7-10 ár að greina sjúkdóminn. Í myndinni tekur Þóra Karítas Árnadóttir viðtöl við átta konur og aðstandendur þeirra um reynslu þeirra af sjúkdómnum en að auki er rætt við kvensjúkdómalæknana Ragnheiði Oddnýju Árnadóttur og Jón Ívar Einarsson.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn