Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Christian Bale var ráðinn í aðalhlutverkið seint á árinu 2015 sem hefði þýtt endurfundi með leikstjóranum Michael Mann eftir samstarf við Public Enemies frá 2009. Bale hætti við því hann hafði ekki nægan tíma til að þyngja sig fyrir hlutverkið. Næst átti Hugh Jackman að leika Ferrari en að lokum var það Adam Driver sem kom inn í janúar 2022.
Michael Mann hefur reynt í þrjátíu ár að gera þessa mynd. Í blaðagrein frá árinu 1993 segir Mann að hann væri að þróa myndina með Robert De Niro í aðalhlutverkinu, en myndin hefði þá orðið næsta mynd hans á eftir The Last of the Mohicans (1992).
Vegna tryggingamála mátti Adam Driver ekki aka neinum af gömlu upprunalegu kappakstursbílunum í myndinni. Meðleikari hans, Patrick Dempsey, ók eftirlíkingum af bílum sem eru án þaks, sem gáfu bílstjórum enga vernd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Troy Kennedy-Martin, Michael Mann
Vefsíða:
Frumsýnd á Íslandi:
26. desember 2023
VOD:
12. mars 2024