Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Mr. Wrong 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Hann elskaði hana úr fjarlægð. Bara ekki nógu mikilli!

96 MÍNEnska

Martha er einhleyp og vinnur við spjallþátt í sjónvarpi. Þegar yngri systir hennar giftir sig, þá fara allir að spá í hvort að Martha sjálf fari ekki að hitta þann eina rétta, og giftast. Þegar Martha hittir óvænt myndarlegan ókunnugan mann að nafni Whitman, þá verða þau umsvifalaust ástfangin. En fljótlega fer Martha að uppgötva ýmislegt skrýtið... Lesa meira

Martha er einhleyp og vinnur við spjallþátt í sjónvarpi. Þegar yngri systir hennar giftir sig, þá fara allir að spá í hvort að Martha sjálf fari ekki að hitta þann eina rétta, og giftast. Þegar Martha hittir óvænt myndarlegan ókunnugan mann að nafni Whitman, þá verða þau umsvifalaust ástfangin. En fljótlega fer Martha að uppgötva ýmislegt skrýtið varðandi Whitman .... skrýtna hluti sem breytast í hrollvekjandi martraðir. En um það leyti sem Martha uppgötvar að hún verði að hætta með honum, þá þarf meira til en óljósar vísbendingar til að losna við hann - heldur kallar þetta á ótrúleg vandamál.... minna

Aðalleikarar


Oh, my God. Er sammála um það að þessi mynd er algjör leiðindi. Myndin fjallar um konu sem er single. Hún hittir hin vonandi Mr. Right. Þau hrífast hvor að öðru and fall in love. En með tímanum á hún eftir að komast að því að hann er The Mr. Wrong. Hann vill ekki trúa því að hún sé að hætta með honum, og ákveður að stalka hana og gera allt til þess að vinna hana á sitt band. Þá byrjar algjör martröð fyrir hana. Ellen Degeneres er hvað frægust fyrir ágæt stand-up og fyrir raddframmistöðu sína í Finding Nemo. Og held ég að hún ætti að halda sig við það, því frammistaða hennar hér er hræðileg. Bill Pullman, sem er þekktastur úr ID4, kemur með ágæta takta sem hinn paranoiaði Mr. Wrong. Og Joan Cusack kemur með ágæta innkomu sem afbrýðissama ex kærasta Mr. Wrong. En þrátt fyrir það, er Mr. Wrong alveg afleit mynd sem enginn ætti að þurfa þola að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágæt mynd með Ellen DeGeneres, sem margir þekkja sem "Ellen" úr þáttunum "Ellen". Bill Pullman er voða sætur en hrikalega pirrandi. Söguþráðurinn í stuttu máli: Kona kynnist kalli, hefur áhuga á honum í byrjun en hættir því svo, kallinn hefur hálfgerða þráhyggju gagnvart henni. Góð afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn