Kardemommubærinn (2022)
Folk og røvere i Kardemomme by, When the Robbers Came to Cardamom Town
Þrír ræningjar, þeir Kasper, Jesper og Jónatan, búa ásamt sísvöngu ljóni sínu í Kardimommubæ.
Deila:
Öllum leyfðSöguþráður
Þrír ræningjar, þeir Kasper, Jesper og Jónatan, búa ásamt sísvöngu ljóni sínu í Kardimommubæ. Þar búa einnig m.a. sanngjarn en góðhjartaður lögregluþjónn og hin stranga Soffía frænka.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Myndin er gerð af þeim sömu og færðu okkur Dýrin í Hálsaskógi árið 2016.
Íslenskir leikarar: Hallgrímur Ólafsson, Sverrir Þór Sverrisson, Oddur Júlíusson, Örn Árnason, Stefanía Svavarsdóttir og Þórhallur Sigurðsson.
Á vef Þjóðleikhússins segir að Kardemommubærinn sé ástsælasta barnaleikrit Íslandssögunnar.
Hallgrímur Ólafsson, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) og Oddur Júlíusson fóru einnig með hlutverk ræningjanna í uppsetningu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum sem frumsýnd var í september 2020.
Thorbjörn Egner var afar fjölhæfur listamaður, fékkst við myndlist og samdi ljóð, sögur, leikrit og tónlist. Hann er einna þekktastur fyrir leikrit sín Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn og Karíus og Baktus, en hann sendi einnig frá sér fjölda bóka, myndskreytti bækur og vann margskonar barnaefni fyrir útvarp. Hann lét til sín taka á ýmsum sviðum barnamenningar, og sá meðal annars um útgáfu lestrarbóka fyrir börn.
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur

Qvisten AnimationNO
















