Route 9
1998
Fannst ekki á veitum á Íslandi
105 MÍNEnska
Þegar tvær smábæjarlöggur koma óvænt á vettvang glæps þar sem eiturlyfjaviðskipti höfðu farið úrskeiðis og allir hafa verið drepnir, þá finna þeir ferðatösku fulla af peningum - 1,5 milljón Bandaríkjadala. Þeir ákveða að taka féð og fela verknaðinn með því að kveikja í bílnum sem peningarnir voru í. En hlutirnir fara á verri veg þegar þeir... Lesa meira
Þegar tvær smábæjarlöggur koma óvænt á vettvang glæps þar sem eiturlyfjaviðskipti höfðu farið úrskeiðis og allir hafa verið drepnir, þá finna þeir ferðatösku fulla af peningum - 1,5 milljón Bandaríkjadala. Þeir ákveða að taka féð og fela verknaðinn með því að kveikja í bílnum sem peningarnir voru í. En hlutirnir fara á verri veg þegar þeir komast að því að einn af mönnunum var enn lifandi og heyrði hvað þeir ætluðu að gera. Þeir taka það til bragðs að kæfa hann til að koma í veg fyrir að hann ljóstri upp um hvað þeir ætli að gera. Enn versnar málið þegar fíkniefnalögreglan birtist og segir þeim að maðurinn sem þeir drápu hafi verið einn af þeirra útsendurum og hann hafi verið með hlerunartæki á sér. Og enn versnar í málunum þegar útfararstjórinn, sem fyrstur fékk líkið til meðhöndlunar, finnur búnaðinn, kveikir á honum og heimtar helmingshlut af peningunum. ... minna