Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Thirteenth Floor 1999

(The 13th Floor)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. júlí 1999

Question reality. You can go there even though it doesn't exist.

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 28% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Tölvufræðingurinn Hannon Fuller er búinn að gera mikilvæga uppgötvun. Hann er um það bil að segja vinnufélaga sínum, Douglas Hall, frá uppgötvuninni, en þar sem hann veit að einhver er að elta hann þá skilur gamli maðurinn eftir bréf í samhliða tölvuheiminum sínum sem ber svipmót fjórða áratugs síðustu aldar með, að því er virðist, alvöru fólki... Lesa meira

Tölvufræðingurinn Hannon Fuller er búinn að gera mikilvæga uppgötvun. Hann er um það bil að segja vinnufélaga sínum, Douglas Hall, frá uppgötvuninni, en þar sem hann veit að einhver er að elta hann þá skilur gamli maðurinn eftir bréf í samhliða tölvuheiminum sínum sem ber svipmót fjórða áratugs síðustu aldar með, að því er virðist, alvöru fólki með alvöru tilfinningar. Fuller er myrtur í alvöru heiminum þetta sama kvöld, og grunur fellur á samstarfsmanninn. Douglas finnur blóðuga skyrtu inni á baðherberginu hans og hann á erfitt með að muna hvað hann var sjálfur að gera þetta kvöld sem Fuller var myrtur. Hann skráir sig inn í tölvuna til að finna bréfið, en þarf að takast á við hið óvænta. Sannleikurinn er óþægilegri en hann hefði nokkru sinni getað ímyndað sér … ... minna

Aðalleikarar

Ignorance is a bliss
Mynd með sömu grunnhugmynd og The Matrix en annars verulega ólíkar myndir. The Thirteenth Floor er sniðug mynd með góðum pælingum og Vincent D' Onofrio er alltaf góður en hún er eiginlega aðeins of væg fyrir mynd af svona tagi. Hún er bara ekki nógu....hvað skal segja, svæsin. Möguleikarnir með þetta virtual reality eru reyndar sæmilega nýttir í þessari mynd en að mínu mati vantar aðeins meira thrill. Þó er þetta á margan hátt áhugaverð mynd og ég giska á að hún hefur fengið svona litla athygli vegna þess að The Matrix kom út á svo til nákvæmlega sama tíma. Ég hafði gaman af The Thirteenth Floor en í ljósi þess að hún hefði getað orðið mun betri þá held ég að 7/10 eða tvær og hálf stjarna sé hámarkið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn