Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Wing Commander 1999

(Wing Commander: Space Will Never Be the Same )

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. júlí 1999

An Action-Packed Thrill Ride!

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 10% Critics
The Movies database einkunn 21
/100

Sagan gerist á miðri 27. öldinni. Terran bandalagið er í stríði við Kilrathi keisaradæmið. Eftir að Kilrathi eyðileggur herstöð Terran, hertaka þeir NAVCOM herflokk og stefna á jörðina. Liðstyrkur Terrana á að berast innan tveggja tíma eftir að Kilrathi lendir á jörðinni, og nú þarf orrustugeimflaugin TCS Tiger Claw að tefja Kilrathi.

Aðalleikarar


Það er langt síðan maður sá annað eins drasl. Myndin ætti að fá gyllta kirsuberið fyrir handritið. Þvílíkt hnoð hef ég ekki séð áður. Gott dæmi um vondar gloppur í handritinu er þegar aðal persónan spyr um hví pílagrímar séu hataðir. Hann er sjálfur hálfur pílagrími en er sá eini í myndinni sem veit ekkert um þá. Og leikurinn var enn verri. Það eina góða við þessa mynd voru nokkrir góðir spennukaflar og tæknibrellur á köflum. Það var varla að mér tækist að sitja myndina til enda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Wing Commander er byggð á samnefndum geimbardagaflugleikjum sem hafa verið afar vinsælir. Á milli bardaga í þessum leikjum voru kvikmynduð atriði sem héldu sögunni gangandi og voru afar vel gerð fyrir tölvuleik að vera, innan skamms stóð maður sig að því að spila leikina nær einungis fyrir þessi atriði og því virðist rökrétt skref að sleppa því sem kom á milli í leikjunum og gera hreinræktaða kvikmynd úr þessu. Útkoman er því miður ekki mikið til að hrópa húrra fyrir. Söguþráðurinn er í stuttu máli að um árið 2600 lenda jarðarbúar í styrjöld við mjög óvinveittan kynþátt, Kilrathi. Útkoma stríðsins veltur á nokkrum ungum flugmönnum ásamt örlögum mannkynsins. Leikstjóri myndarinnar og hönnuður leikjanna er sami maðurinn og að mínu mati voru grundvallarmistök að fá ekki reyndan mann til að leikstýra, viðvaningsháttur einkennir þessa mynd að mörgu leiti. Öll samtöl eru frekar klisjukennd þó að leikararnir reyni að gera það besta úr sínum hlutverkum. Tæknibrellurnar eru ansi góðar þó að þær séu reyndar tölvulegar á köflum og hljóðrásin er mjög góð, sérstaklega tónlistin. Aftur á móti eru óvinirnir hræðilega illa gerðir og óraunverulegir, þeir minna meira á eitthvað sem maður gæti átt von á að sjá í Brúðubílnum frekar en í dýrri Hollywood kvikmynd. Myndin býr ekki yfir miklum frumleika og fær mikið lánað úr öðrum myndum, sérstaklega kafbátamyndum en þessari mynd hefur einmitt verið lýst sem kafabátamynd í geimnum og er það ekki fjarri lagi. Semsagt mjög ójöfn mynd sem á varla erindi við aðra en harða geimmyndaaðdáendur eða þá sem hafa spilað leikina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

30.10.2009

Tían: Kvikmyndir byggðar á tölvuleik

Vegna þess að það er föstudagur er tilvalið að gera eitthvað talsvert skemmtilegra en maður gerir á venjulegum virkum degi, þess vegna ætla ég að byrja á því að vera með vikulega Topp(eða botn)lista á þeim dögum,...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn