Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Lost 1999

(Lost and Found)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. júní 1999

A comedy about a guy who would do anything to get the girl of his dreams - and did!

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 13% Critics
The Movies database einkunn 19
/100

Veitingahúsaeigandinn Dylan Ramsey er að leita að draumastúlkunni. Nágrannar hans, eru Lila Dubois, franskur sellóleikari sem er að reyna að komast að hjá sinfóníuhljómsveit Los Angeles borgar og hinn ágengi fyrrum kærasti hennar Rene sem birtist skyndilega til að reyna að byrja aftur með henni. Dylan er sama um Rene, en það er hundurinn hans sem slær hann út... Lesa meira

Veitingahúsaeigandinn Dylan Ramsey er að leita að draumastúlkunni. Nágrannar hans, eru Lila Dubois, franskur sellóleikari sem er að reyna að komast að hjá sinfóníuhljómsveit Los Angeles borgar og hinn ágengi fyrrum kærasti hennar Rene sem birtist skyndilega til að reyna að byrja aftur með henni. Dylan er sama um Rene, en það er hundurinn hans sem slær hann út af laginu. Þannig að hann gerir það sem hvaða maður sem er myndi gera sem er ákveðinn í að ná stelpu á stefnumót ... hann rænir hundinum, Jack, býðst svo til að leita að hundinum og ætlar svo að "finna" hundinn á réttu augnabliki og töfra þannig Lila í faðm sinn. En hlutirnir fara eilítið úrskeiðis þegar hundurinn étur hring sem Dylan var að geyma fyrir félaga sinn í veitingahúsinu, og hinn afbrýðisami Rene kemst að því að Dylan hafi rænt hundinum. ... minna

Aðalleikarar


Hér er á ferðinni ágætis grín/vesem/rómantísk mynd með litla gaurnum honum David Finch sem leikur m.a. í Just shoot me! þáttunum. Þessi mynd er svona meðalmynd á þessu sviði og er með ágætlega fyndnum atriðum, en nær samt ekki að standa neitt uppúr frá öðrum grínmyndum.

Þessvegna gef ég þessari mynd tvær stjörnur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég leigði þessa mynd á afmælinu mínu, ég og vinkonur mínar hlógum okkur máttlausar (kannski vorum við bara með galsa hver veit?). Hún var allavega mjög skemmtileg þótt hún hafi kannski ekki verið fyndin eða kannski var hún findin? Lost and Found fær þrjár stjörnur hjá mér, hún var mjög skemmtileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn