Náðu í appið

Waking Ned 1998

(Waking Ned Devine)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. apríl 1999

This fall, odds are, you'll get lucky.

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 71
/100

Hinn stálheppni vinningshafi í lottóinu er Ned Devine, en það er skarð fyrir skildi að vegna þess hvað hann var heppinn, þá er ekki hægt að vekja hann til lífsins, því að hann fékk nefnilega áfall og dó þegar hann fékk gleðifréttirnar! Fréttirnar af lottóvinningshafanum breiðast út eins og eldur í sinu í litla írska bænum Tully More, en fréttirnar... Lesa meira

Hinn stálheppni vinningshafi í lottóinu er Ned Devine, en það er skarð fyrir skildi að vegna þess hvað hann var heppinn, þá er ekki hægt að vekja hann til lífsins, því að hann fékk nefnilega áfall og dó þegar hann fékk gleðifréttirnar! Fréttirnar af lottóvinningshafanum breiðast út eins og eldur í sinu í litla írska bænum Tully More, en fréttirnar af andláti Ned fylgja ekki með. Yfirmenn lottósins eru nú á leið til bæjarins til að staðfesta sigurvegarann, og nánustu vinir Ned gera áætlun um að halda vinningnum í bænum, í minningu Ned auðvitað! Bæjarbúar gera samning sín á milli um að villa um fyrir yfirmönnum lottósins og láta þá halda að Ned sé enn á lífi með því að láta annan mann þykjast vera Ned, og skipta svo vinningnum á milli. En eftir því sem hlutirnir æxlast áfram með bráðfyndnum afleiðingum, þá átta þeir sig á því að það er erfitt að halda leyndarmál í litlum bæ.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Risavinningurinn í írska lottóinu er kominn. Svo undarlega vill til að hann hefur einungis dreifst á einn mann, Ned Devine í hinu örlitla þorpi Tullymore. Þeir Jackie O'Shea (Ian Bannen) og Michael O'Sullivan (David Kelly) hugsa sér gott til glóðarinnar og ákveða að gerast bestu vinir karlsins til þess að fá kannski smáræði af ágóðanum. En þegar þeir banka upp hjá honum er hann látinn. Þeir hugsa sem svo að annar af þeim geti þóst vera Ned og þeir tveir geti þá haldið ágóðanum sem er ekkert smáræði, nánar titekið nærri 7 milljón pund. Waking Ned er ein af þessum virkilega skemmtilegu og hugljúfu gamanmyndum sem koma hvort sem er frá Írlandi eða Bretlandi og Hollywood virðist vera ófært um að gera þrátt fyrir allt sitt stjörnulið. Sagan er mjög einföld en skemmtilega af hendi leyst, sniðug og mjög fyndin. Ian Bannen og David Kelly fara báðir frábærlega með hlutverk sín sem karlfauskarnir og aðrir leikarar eru hvor öðrum betri einnig. Myndin verður alveg drepfyndin oft á tíðum, eins og þegar Jackie dettur í hug að það þurfi kannski aðeins að laga munnsvipinn á Ned til þess að gera þetta raunverulegra eða þegar Michael þarf að þjóta á mótorhjóli allsnakinn heim til Neds til þess að vera á undan manninum frá lottóinu. Í heildina er þetta mjög skemmtileg og mannleg mynd frá írunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn