Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Þegar tökum var að ljúka fékk allt tökuliðið að gjöf púða með mynd af Nicolas Cage, áritaðan af Cage sjálfum.
Nicolas Cage var ekki hrifinn af hugmyndinni af að leika yngri útgáfu af sjálfum sér og hafnaði nokkrum tilboðum. Hann skipti um skoðun eftir að hann las bréf frá leikstjóranum Tom Gormican sem var fest við handritið.
Rétt eins og í myndinni þá hefur Nicolas Cage átt í fjárhagsvandræðum, en hann hefur þó aldrei orðið gjaldþrota. Lægsta virði hans eignalega voru 25 milljónir Bandaríkjadala, eða 3,2 milljarðar króna.
Handritið var hluti af Svarta handritslistanum í Hollywood 2019, yfir ónotuð handrit, og talið vera eitt það besta á listanum.
Upphaflega handritið gerði ráð fyrir því að Nick Cage myndi elta leikstjórann Quentin Tarantino til að reyna að fá hlutverk í næstu mynd hans, en því var breytt í annað atriði þar sem leikstjórinn David Gordon Green kemur fram í gestahlutverki.
Nicolas Cage valdi leikkonuna Tiffany Haddish sjálfur eftir meðmæli frá vini hans, handritshöfundinum og leikstjóranum Paul Schrader.
Lionsgate yfirbauð HBO Max og Paramount í keppni um kvikmyndaréttinn að handritinu.
Í myndinni á Nicolas Cage dóttur. Í raunveruleikanum á hann tvo syni: Weston, 25 ára, og Kal-El, fimmtán ára. Þá á hann von á þriðja barninu.
Gullbyssurnar í myndinni eru þær sömu og Cage notaði í hlutverki Castor Troy í Face/Off frá 1997.
Aðrir leikarar sem leikið hafa sjálfan sig í kvikmyndu m.a.: AL Pacino, Bruce Willis, Keanu Reeves, John Malkovich, Sean Penn, Anna Faris, Charlie Sheen, Jean-Claude Van Damme, Bill Murray, Bruce Campbell, Joaquin Phoenix, Ben Affleck, Julia Roberts, James Franco og Arnold Schwarzenegger.
Rétt eins og í flestum öðrum Cage myndum, þá er Elvis Presley lag í henni.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$30.000.000
Tekjur
$28.400.000
Vefsíða:
Frumsýnd á Íslandi:
22. apríl 2022
VOD:
24. júní 2022