Jawbreaker
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ofbeldi
Í myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir
Í myndinni er ljótt orðbragð
GamanmyndSpennutryllirGlæpamynd

Jawbreaker 1999

Death Totally Bites / The sweetest candies are sour as death inside.

5.6 22837 atkv.Rotten tomatoes einkunn 11% Critics 6/10
91 MÍN

Þrjár af vinsælustu stúlkunum í Reagan High miðskólanum, Julie, Marcie og Courtney, ákveða að stríða vinkonu sinni á afmælinu hennar og ræna henni, og Courtney treður haltukjafti - risabrjóstsykri ( Jawbreaker ) í munn vinkonunnar svo hún geti ekki öskrað. Áætlunin fer úr skorðum þegar stúlkan gleypir óvart brjóstsykurinn, og kafnar og deyr. Hin svala... Lesa meira

Þrjár af vinsælustu stúlkunum í Reagan High miðskólanum, Julie, Marcie og Courtney, ákveða að stríða vinkonu sinni á afmælinu hennar og ræna henni, og Courtney treður haltukjafti - risabrjóstsykri ( Jawbreaker ) í munn vinkonunnar svo hún geti ekki öskrað. Áætlunin fer úr skorðum þegar stúlkan gleypir óvart brjóstsykurinn, og kafnar og deyr. Hin svala og yfirvegaða Courtney reynir að hylma yfir glæpinn en skólanördinn Fern Mayo sér í gegnum þetta. Til að fá hana til að þegja um málið, þá breytir Courtney hinni klaufalegu Fern í hina flottu og fallegu Vylette, og ýtir hinni sakbitnu Julie út í kuldann, og hótar að kenna henni um morðið ef hún þegir ekki.... minna

Aðalleikarar

Rose McGowan

Courtney Shayne

Rebecca Gayheart

Julie Freeman

Julie Benz

Marcie Fox

Judy Greer

Fern Mayo

Pam Grier

Detective Vera Cruz

Carol Kane

Ms. Sherwood

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Hér er ein fjandi góð á ferðinni. Þessi mynd kemur fram með boðskapinn hið góða sigrar hið harða. Hún setur jafnframt því fram spurninguna: hvað eru vinir? Fjórar stelpur eru aðal brýnin í sínum skóla. Þær eru flottar og allir horfa upp til þeirra. Einn daginn ákveða fjórar þeirra að hrekkja eina á afmælisdaginn (það er siður í Ameríku). Grínið gengur aðeins út í öfgar með þeim afleiðingum að það verður slys og afmælisbarnið deyr. Ein, Julie vill umsvifalaust tala við lögguna. En hinar eru sko ekki á þeim buxunum. Útfrá þessu verður flétta sem dregur mesta lúða skólans, Furn Mayo inn í málið. Í myndinni er skemmtileg tónlist og finnst mér að allir standi sig vel í leiknum. Þessi mynd er skemmtileg og kemur ótrúlega á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn