Náðu í appið
Öllum leyfð

Simply Irresistible 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Magic opened up their hearts... Love did the rest.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 16% Critics
The Movies database einkunn 27
/100

Verslunarstjóri reynir að standast það að verða ástfanginn af ungri konu, sem hann heldur að hafi fengið galdramátt eftir að hún erfði veitingastað.

Aðalleikarar


Þessi mynd ætti skilið meira hrós enda um hreint frábæra sögu að ræða hér. Sarah Michelle Gellar leikur unga konu sem illa gengur að elda þótt það sé starf hennar, en það breytist fyrir tilstilli dularfulls krabbasala... Já byrjunin var vægast sagt stórfurðuleg svo ekki sé meira sagt. Ekki einungis gefur krabbi krabbasalans henni einstaka hæfileika í eldhúsinu heldur upplifir hún ást við fyrstu sýn þegar hún hittir myndarlegan viðskiptamann sem Sean Patrick Flanery leikur prýðilega. Sarah og Sean eru meðal minna uppáhalds leikara og ekki falla þau í áliti fyrir sannfærandi leik sinn í þessari fallegu mynd. Krabbinn gerir myndina eiginlega of furðulega og lækkar stjörnugjöfina örlítið, en það er auðvitað verið að vísa í töframátt hans með nafninu á henni. Allt annað í myndinni er annars snilld -ég hef ekki vitað aðra eins rómantík og maður varð bara heillaður af öllu saman. Þar spilar tónlistin einmitt sterkt inn í og eiginlega er maður svífandi á einhverju bleiku skýi eftir myndina... ef maður gætir sín ekki. Bara æðisleg mynd (fyrir utan krabbann), takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er einhver rómantískasta mynd sem ég hef augum litið, ef þið viljið eiga góða kvöldstund með makanum þá er þessi hreint út sagt æðisleg. Hún fjallar í stuttu máli um unga konu (Sarah Michelle Gellar) sem að getur ekki eldað og eignast svo "töfrakrabba" smá klúður í handritinu þar en þetta er líka eini veiki hlekkur myndarinnar því að svo verður hún ástfangin af framkvæmdastjóra verslunar (Sean Patrick Flanery) og maturinn verður ómótstæðilegur. Tónlistin er hreint út sagt yndisleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn