Náðu í appið
Adventures of Dally and Spanky
Öllum leyfð

Adventures of Dally and Spanky 2019

Aðgengilegt á Íslandi

Sum ævintýri eru sönn

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 5% Critics
The Movies database einkunn 7
/10

Sönn saga hálfsystranna Addyar og Ellu sem eignuðust smáhestinn Spanky og Jack Russell Terrier-hvolpinn Dally á sama tíma og uppgötvuðu að á milli dýranna myndaðist eins sönn og kær vinátta og hún getur orðið. Þeir Dally og Spanky eru þekktir í Bandaríkjunum, svo og hálfsysturnar Addy og Ella, eigendur þeirra og þjálfarar, enda hafa þær ferðast um landið... Lesa meira

Sönn saga hálfsystranna Addyar og Ellu sem eignuðust smáhestinn Spanky og Jack Russell Terrier-hvolpinn Dally á sama tíma og uppgötvuðu að á milli dýranna myndaðist eins sönn og kær vinátta og hún getur orðið. Þeir Dally og Spanky eru þekktir í Bandaríkjunum, svo og hálfsysturnar Addy og Ella, eigendur þeirra og þjálfarar, enda hafa þær ferðast um landið á undanförnum árum og gefið fólki kost á að sjá vinina tvo leika listir sínar auk þess að koma fram í mörgum sjónvarpsþáttum. Í þessari mynd hverfum við til upphafsins og fáum að sjá hvernig allt byrjaði þegar faðir Addyar gaf henni smáhestinn Spanky rétt áður en hann lét lífið í bílslysi. Þótt Addy vildi eiga Spanky áfram kom fljótlega í ljós að kostnaðurinn við það var of mikill og því kom það til álita að selja hann. En þegar hún og systir hennar Ella, sem átti hvolpinn Dally, uppgötvuðu vináttubönd þessara tveggja dýra ákváðu þær að þjálfa þau upp og skrá þau síðan í hæfileikakeppni. Þar með hófst ævintýrið sem enn sér ekki fyrir endann á ...... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn