Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Eftir að horfa á þessa mynd stekkur manni ekki bros þegar maður horfir á Roxanne með Steve Martin, en Cyrano de Bergerac er einmmitt furmgerð þeirra myndar og skartar úrvals leikurum á borð við Gérard Depardieu, Anne Brochet og Vincent Perez.
Þessi mynd fjallar um innri og ytri fegurð, hvort föllum við fyrir djúpa huldufólkinu eða fegurð sem að hefur engan persónleika. Cyrano De Bergerac (Gérard Depardieu) er maður sem er ástfanginn af frænku sinni Roxane (Anne Brochet) en hefur ekki hugrekki til þess að tjá henni ást sína, en fær til þess tækifæri þegar frænka hans fellur fyrir Christian de Neuvillette (Vincent Perez) sem er ekki eins orðheppin maður og Cyrano. Christian er staðráðin í því að vinna hug hennar Roxane en honum vantar tunguburðinn í það og fær hjálp hjá Cyrano sem fær loksins að tjá hug sinn til Roxane í gegnum hann. Alveg þriggja klúta og hálft handklæðis mynd sem er alveg þess virði jafnt fyrir stráka og stelpur að eiga huggulega kvöldstund yfir.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Ray Aranha, Jean-Claude Carrière
Framleiðandi
Orion Home Video
Tekjur
$5.822.041
Aldur USA:
PG