Náðu í appið
Öllum leyfð

The Quiet Man 1952

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Action...Excitement...Romance...Fill the Screen !

129 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 85
/100

Hnefaleikamaðurinn fyrrverandi Sean Thornton snýr heim til heimalands síns, Írlands, til að búa þar þau ár sem hann á eftir ólifuð. Hann kaupir sér kofann sem hann fæddist í af ekkjunni Sarah Tilane, og reitir þar með "Red" Will Danaher til reiði, en hann hefur lengi haft augastað á kofanum. Hann er ekki fyrr kominn til Írlands en hann sér hina fögru rauðhærðu... Lesa meira

Hnefaleikamaðurinn fyrrverandi Sean Thornton snýr heim til heimalands síns, Írlands, til að búa þar þau ár sem hann á eftir ólifuð. Hann kaupir sér kofann sem hann fæddist í af ekkjunni Sarah Tilane, og reitir þar með "Red" Will Danaher til reiði, en hann hefur lengi haft augastað á kofanum. Hann er ekki fyrr kominn til Írlands en hann sér hina fögru rauðhærðu Mary-Kate, systur Danaher. Gegn venjum á staðnum þá reynir hann að hitta hana, og biður um leyfi hjá Will Danaher til að mega bjóða henni út, og við taka nokkur skref í tilhugalífinu þar til þau geta gifst. Með hjálp nokkurra vina - sem munu láta Will halda að Sean sé skotinn í ekkjunni Tilane - þá giftast þau brátt. Sean á sér þó leyndarmál, sem neyddi hann til að hætta í hnefaleikum og fara frá Bandaríkjunum.... minna

Aðalleikarar


John Wayne og John Ford gerðu margar myndir saman (oftast vestra), almennt þykir The Searchers vera sú besta en mér fannst þessi toppa hana. Þetta er skemmtileg saga með drama og húmor, ætla samt ekkert ofan í plottið. Ótrúlega litrík og falleg, tekin upp í GLORIOUS TECHNICOLOUR! Sem sagt, frábær mynd.

Ford fékk óskarinn fyrir leikstjórn þetta árið og átti það algjörlega skilið. Myndin fékk líka óskar fyrir kvikmyndatöku.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn