My Favorite Martian (1999)
My Favourite Martian
"The Martian Has Landed. There Goes The Neighborhood."
Frétta upptökustjórinn Tim O´Hara er rekinn fyrir að hafa óviljandi niðurlægt dóttur yfirmanns síns, Brace Channing, sem hann er einnig ástfanginn af, í beinni útsendingu.
Öllum leyfð
Ofbeldi
Kynlíf
BlótsyrðiSöguþráður
Frétta upptökustjórinn Tim O´Hara er rekinn fyrir að hafa óviljandi niðurlægt dóttur yfirmanns síns, Brace Channing, sem hann er einnig ástfanginn af, í beinni útsendingu. Stuttu síðar, þá verður hann vitni að brotlendingu lítils geimfars frá Mars, og áttar sig á því einstaka tækifæri sem gefst þar til að vera fyrstu með fréttirnar af einstæðum atburði. Eftir að Tim tekur geimskipið með sér, þá eltir Marsbúinn hann út um allt til að ná því til baka. Til allrar óhamingju, þá er rafallinn í skipinu bilaður og Marsbúinn leitar til Tim eftir hjálp. Tim og "Martin frændi" verða vinir, en Tim tekur upp vídeó af geimverunni með földum myndavélum til að nota í frétt aldarinnar. Hin miskunnarlausa Brace nær í vídeóspólurnar eftir að Tim er orðinn vinur Martin, og eftir að Tim er farinn að efast um hvort hann ætti að birta fréttina, sökum vinskaparins sem orðinn er á milli hans og geimverunnar. Nú þurfa þeir að koma í veg fyrir birtingu myndanna, en þeir þurfa einnig að hafa hraðar hendur við að gera við geimskipið þar sem það mun eyðast sjálfkrafa, ef það kemst ekki á loft innan nokkurra klukkustunda.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur























