Náðu í appið
Maria by Callas
Öllum leyfð

Maria by Callas 2017

Aðgengilegt á Íslandi

Við erum tvær, Maria og Callas

113 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
The Movies database einkunn 71
/100

Maria Callas er tvímælalaust þekktasta óperusöngkona sem uppi hefur verið og jafnframt ein sú dáðasta enda bjó hún yfir einstæðum sönghæfileikum og hlaut af þeim sökum viðurnefnið „gyðjan“ eða „hin guðdómlega“. Í þessari vönduðu mynd er farið yfir feril hennar í máli og myndum og mikil áhersla lögð á að hennar eigin orð og sjónarmið... Lesa meira

Maria Callas er tvímælalaust þekktasta óperusöngkona sem uppi hefur verið og jafnframt ein sú dáðasta enda bjó hún yfir einstæðum sönghæfileikum og hlaut af þeim sökum viðurnefnið „gyðjan“ eða „hin guðdómlega“. Í þessari vönduðu mynd er farið yfir feril hennar í máli og myndum og mikil áhersla lögð á að hennar eigin orð og sjónarmið komi skýrt fram. Maria, sem lést langt um aldur fram árið 1977, aðeins 53 ára, fór ekki í felur með að hún væri ekki sama manneskjan fyrir framan sviðsljósin og fyrir aftan þau. Annars vegar væri hún söngkonan Callas og hins vegar hin brothætta Maria sem glímdi við þunglyndi og depurð, en ástæður þess rakti hún m.a til æskuára sinna. Í myndinni er einnig farið yfir persónlegt líf Mariu, samböndin sem hún átti í við hina ýmsu karlmenn og vinskapinn sem hún myndaði við listafólk um allan heim.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn