Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ókei. Þetta er þokkalega fyrirsjáanleg mynd um einhvern undirheima anda sem reynir að fá einhverja stelpu til að óska sér þrisvar svo að hann geti ráðið heiminum. Fínar tæknibrellur en á hinn bóginn voru fá spennandi atriði í myndinni og á milli þeirra var hún vægast sagt frekar langdregin. Byrjunaratriðið er besta atriðið í myndinni og einu skemmtilegu leikararnir voru Robert Englund og Tony Todd. Það er ekki eyðandi orðum á leikstjórnina enda snerti meistari Wes Craven hana ekki og ekki skil ég hvers vegna nafn hans er letrað stórum stöfum á coverið. En samt er þetta ágæt mynd sem maður er til í að stinga í vídeótækið ef mann langar í hrylling.
Ein allra lélegasta hryllingsmynd sem komið hefur í langan tíma. Söguþráðurinn er í stuttu máli að forn andi sem getur opnað hlið milli heims hinna lifandi og annars heims sem er fullur af illum verum er leystur úr læðingi og til þess að geta opnað hliðað þarf hann að fá manneskjuna sem vakti hann til að óska sér þrisvar. Myndin er svo illa leikin að það hefði vart verið hægt að gera verr þó fólkið hefði verið að reyna það. Handritið er líka alveg sorglegt. Einhvern vegin er Wes Craven bendlaður við þessa mynd en ég get ekki ímyndað mér að hann hafi komið mikið nálægt henni. Forðist þessa.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$5.000.000
Tekjur
$15.738.769
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
29. janúar 1999
VHS:
29. mars 1999